Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 57
RÚNASTEINAR OG MANNFRÆÐI
57
og annar í Húnavatnssýslu 1418 og gizkar á, að annarhvor þessara
Ivara sé faðir Þórðar. Nöfn eru leiðbeining um ættrakningu, en alls
ekki svo, að af þeim einum verði rakin ættin. Því er mjög varhuga-
vert að álykta svona nema fleira komi til, jafnvel þótt tími komi heim.
Þórðar- og ívars-nöfn voru allalgeng í Barðastrandarsýslu um
þessar mundir, en að skilgreina þenna mann hefur mér ekki tekizt.
23. Rúnasteinn frá Holti í Önundarfirði (1). Þjms. 11588. Bæk-
sted bls. 145-146.
Hér hvílir Torfi Bjarnason.
Aldursákvörðun kemur ekki fram. Nöfnin Torfi og Bjarni eru
ættlæg á Vestfjörðum á 15.-17. öld, en manninn, sem iíklegt er að
steinninn sé yfir, hef ég ekki fundið.
24. Rúnasteinn á Höskuldsstöðum á Skagaströnd. Steinninn er
enn í kirkjugarðinum þar. Bæksted bls. 147-149.
Hér hvílir síra Marteinn prestur.
Bæksted vísar til þess, að Finnur Magnússon segi: „ . . . paa Hösk-
uldstade i Hunevands Syssel med denne Indskrift: Hér hvílir Síra
Marteinn prestr (altsaa over præsten Hr. Martin, og formodentlig
en af de yngste, skjondt vistnok fra den katholske Tid)“ og hefur
þetta eftir Jóni Péturssyni.
Eftir Kálund hefur hann, að Marteinn hafi verið prestur á Hösk-
uldsstöðum á fyrra helmingi 14. aldar og það hafi samkvæmt presta-
tali síra Sveins Níelssonar verið á árunum milli 1334 og 1348.
Eftir Finni Jónssyni í Aarboger for nordisk Oldkyndighed og
Historie 1910 hefur hann, að Marteinn prestur hafi dáið 1383 og
ræðir síðan um þjónustuár hans og síra Þórðar Þórðarsonar á Hösk-
uldsstöðum. Enn hefur hann eftir Finni Jónssyni, úr Rúnafræði 1930:
„Þessi Marteinn var prestur á Höskuldsstöðum á 14. öld. Er því þessi
steinn einn af hinum elztu. Áletranin er og einföld." Bæksted sjálfur
feðrar síra Martein og telur hann Þjóðólfsson, að vísu í svigum, og
greinilegt er, að Finnur Jónsson telur, að um þann mann sé að ræða,
sem Flateyjarannáll segir hafa dáið 1383, síra Martein Þjóðólfsson.
Það stendur hvergi berum orðum, að síra Marteinn á Höskulds-
stöðum hafi verið síra Marteinn Þjóðólfsson, en vel má það hafa