Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 93
HJÁTRÚ EÐA REYNSLUVIT
98
getur líka sótt á margskonar gras. Viðvíkjandi þessum sveppi skrifaði
Sturla Friðriksson:
Hér á landi telur Ingólfur Davíðsson hann ekki óalgengan á há-
liðagrasi, túnvingli, vallarsveifgrasi og jafnvel byggi, og auk þess
fann ég hann í melöxum á Geitasandi á ítangárvöllum haustið
1951 og að Skarði á Landi nú haustið 1954.
(Jr axi hins sjúka grass vætlar út límkenndur vökvi, en innan
skamms þornar hann upp og kristallast í grasinu. Þessi vökvi inni-
heldur tvö eiturefni: ergotoxin (hydroergotinin) C3gH4106Ng og
ergotamin (p-oksyfenylætylamin) C8Nn N 0. Auk þess að valda ein-
kennum sjúkdóms, sem getið er um á undan, hefur ergotoxin líka
áhrif á legið í vanfærum dýrum og konum. Veldur það krampakennd-
um samdrætti hringvöðva legsins. Hydroergotinin er búið til í til-
raunastofum og notað af læknum og dýralæknum til þess að fram-
kalla fæðingu, sem hefur tafizt, en hvort sem það er tilbúið eða fundið
í náttúrunni, eru áhrif þess hin sömu (Enc. Br. og Salmonsen).
Gró sveppsins bárust frá landi til lands með farfuglum. Meðal
þeirra fugla, sem fara á milli íslands og Evrópu, hefur James Lee
Peters (1931), aðstoðarvörður við dýrafræðisafn Harvard-háskóla,
nefnt ellefu fuglategundir, sem eru um veturinn í Frakklandi: colym-
bus stellatus Pontoppidan, colymbus auritus Linné, anser anser Linné,
anser albifrons albifrons, mareca penelope, nyroca fuligula, nyroca
marila marila, somateria mollissima mollissima, oidemica nigra nigra,
mergus merganser merganser, og mergus serrator.
Hagstæðustu kringumstæðurnar fyrir vexti sveppa veitir rakinn,
og hann skortir ekki á íslandi. Islenzkur jarðvegur einkennist af
mýradrögum jafnt í hlíðum sem í dölum. Mýraflákar í túnunum voru
ræstir fram bæði fyrr og síðar, en ekki var algengt að ræsa fram
engjar. Sem kunnugt er, hafa eldishestar jafnan verið töðualdir, með-
an kindur og jafnvel kýr fengu engjahey, m. a. slegið í mýraflákum.
Af öllum stórgripum hafa hryssur viðkvæmast taugakerfi og hafa
því minna viðnám gegn eitri þessu en t. d. kýr og kindur.
Þótt margt mætti hafa valdið fósturláti hjá merum, kemur í ljós,
að bann íslenzku bændanna við að gefa fylfullum merum fjósmoð
hefur verið á rökum reist.