Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 147
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1970
147
kirkjunni í Kirkjuvogi í Höfnum og gerði sér því ferð þangað. Þar
er timburkirkja með kór og forkirkju, reist af Vilhjálmi Hákonar-
syni 1859, mjög gott og smekklegt hús í upphafi. Búið var að rífa
þiljur og grind innan úr kirkjunni að mestu leyti, en grindin var
gerfúin, einkum vegna þess að kirkjan hafði verið múrhúðuð utan
fyrir löngu og við það hafa viðirnir feygzt. Var nú ætlunin að steypa
eða hlaða veggi innan við múrhúðunina, en því fékkst til leiðar komið,
að Þjóðminjasafnið fengi Hörð Ágústsson skólastjóra og Þorstein
Gunnarsson arkitekt til að segja fyrir um viðgerð hússins, þar eð
ófært þótti að spilla því með handahófsviðgerð. Kostaði safnið vinnu-
laun þeirra.
Þá átti þjóðminjavörður bréfaskipti og viðræður við sóknarnefnd
Auðkúlusóknar um hina sérkennilegu kirkju að Auðkúlu, sem er átt-
strend og með turn á miðju þaki. Var kirkjan orðin mjög hrörleg er
þjóðminjavörður skoðaði hana sl. sumar, enda hefur henni lítið verið
gert til góða í langan tíma. Kirkjan er hins vegar mjög skemmtilega
smíðuð í upphafi og sérkennileg og hefur alla tíð vakið mikla athygli
þeirra, sem um veginn fara hjá Auðkúlu. Mæltist þjóðminjavörður
til, að gert yrði við kirkjuna og hún látin standa framvegis, ef á annað
borð yrði höfð kirkja á Auðkúlu framvegis. Bar þessi málaleitan þann
árangur, að sóknarbúar ákváðu að fara að tilmælum þessum og gera
við gömlu kirkjuna, en þar skall þó hurð nærri hælum að þessi
skemmtilega kirkja væri rifin, því að búið var að teikna nýja kirkju
á staðnum. Þjóðminjasafnið mun leggja á ráð um viðgerðina, sem
væntanlega hefst að vori. Viðbúið er þó, að flytja þurfi kirkjuna
á annan stað, þar eð útihús hafa verið byggð svo að segja fast upp að
henni og kirkjustæðinu stórspillt og er sú ráðstöfun skipulagsyfir-
valda nánast sagt óskiljanleg á stað þar sem nóg rými var til allra
átta fyrir slíkar byggingar.
Hörður Ágústsson veitti á vegum safnsins leiðbeiningu um litaval
á húsið Laufásveg 52, hið gamla hús Eyvindar Árnasonar líkkistu-
smiðs, sem nýlega hefur verið gert við hið ytra og er eitt hið prýði-
legasta af gömlu húsunum í Þingholtunum.
Húsafriðunarnefnd.
Á öndverðu árinu skipaði menntamálaráðherra í húsafriðunar-
nefnd, og er þjóðminjavörður formaður hennar skv. lögum, en aðrir
eru Páll Líndal borgarlögmaður, skv. tilnefningu Samb. ísl. sveitar-
félaga, Hannes Kr. Davíðsson arkitekt, skv. tilnefningu Bandalags