Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 147

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 147
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1970 147 kirkjunni í Kirkjuvogi í Höfnum og gerði sér því ferð þangað. Þar er timburkirkja með kór og forkirkju, reist af Vilhjálmi Hákonar- syni 1859, mjög gott og smekklegt hús í upphafi. Búið var að rífa þiljur og grind innan úr kirkjunni að mestu leyti, en grindin var gerfúin, einkum vegna þess að kirkjan hafði verið múrhúðuð utan fyrir löngu og við það hafa viðirnir feygzt. Var nú ætlunin að steypa eða hlaða veggi innan við múrhúðunina, en því fékkst til leiðar komið, að Þjóðminjasafnið fengi Hörð Ágústsson skólastjóra og Þorstein Gunnarsson arkitekt til að segja fyrir um viðgerð hússins, þar eð ófært þótti að spilla því með handahófsviðgerð. Kostaði safnið vinnu- laun þeirra. Þá átti þjóðminjavörður bréfaskipti og viðræður við sóknarnefnd Auðkúlusóknar um hina sérkennilegu kirkju að Auðkúlu, sem er átt- strend og með turn á miðju þaki. Var kirkjan orðin mjög hrörleg er þjóðminjavörður skoðaði hana sl. sumar, enda hefur henni lítið verið gert til góða í langan tíma. Kirkjan er hins vegar mjög skemmtilega smíðuð í upphafi og sérkennileg og hefur alla tíð vakið mikla athygli þeirra, sem um veginn fara hjá Auðkúlu. Mæltist þjóðminjavörður til, að gert yrði við kirkjuna og hún látin standa framvegis, ef á annað borð yrði höfð kirkja á Auðkúlu framvegis. Bar þessi málaleitan þann árangur, að sóknarbúar ákváðu að fara að tilmælum þessum og gera við gömlu kirkjuna, en þar skall þó hurð nærri hælum að þessi skemmtilega kirkja væri rifin, því að búið var að teikna nýja kirkju á staðnum. Þjóðminjasafnið mun leggja á ráð um viðgerðina, sem væntanlega hefst að vori. Viðbúið er þó, að flytja þurfi kirkjuna á annan stað, þar eð útihús hafa verið byggð svo að segja fast upp að henni og kirkjustæðinu stórspillt og er sú ráðstöfun skipulagsyfir- valda nánast sagt óskiljanleg á stað þar sem nóg rými var til allra átta fyrir slíkar byggingar. Hörður Ágústsson veitti á vegum safnsins leiðbeiningu um litaval á húsið Laufásveg 52, hið gamla hús Eyvindar Árnasonar líkkistu- smiðs, sem nýlega hefur verið gert við hið ytra og er eitt hið prýði- legasta af gömlu húsunum í Þingholtunum. Húsafriðunamefnd. A öndverðu árinu skipaði menntamálaráðherra í húsafriðunar- nefnd, og er þjóðminjavörður formaður hennar skv. lögum, en aðrir eru Páll Líndal borgarlögmaður, skv. tilnefningu Samb. ísl. sveitar- félaga, Hannes Kr. Davíðsson arkitekt, skv. tilnefningu Bandalags
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.