Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 121
ÞRlR ATGEIRAR
121
svo að myndast líkt og sigðaregg eða bjúgt blað, sem endar í oddi,
og frá honum mælist 16,5 sm aftur á bakka. Þetta bjúgblað eða
krókur myndar mótvægi við fleininn bakkamegin og verður klauf eða
skarð á milli þeirra.
Öðru megin á miðju blaði er innsleginn stimpill, verksmiðjumerki
eða smiðsmerki; það er um 12 mm langt, skörðótt báðum megin, er
nánast eins og þrír samhangandi deplar.
Á atgeir þessum hefur verið sívalt skaft, gert úr nátturlegri greni-
renglu, sem þó er dálítið flött á tvo vegu næst höfðinu, því að þar
liggja járnbönd eða spengur upp eftir skaftinu, þ. e. upp frá egg
og bakka, 34 sm; þau eru um 15-17 mm á breidd og eru (eða hafa
verið) negld með þremur nöglum hvorum megin. Skaftið er í fjórum
pörtum nú og ekki alveg öruggt, hversu langt það hefur verið. Upp
frá höfði er 62 sm langur bútur heill, en síðan koma þrír bútar, sem
að öllum líkindum eru úr skaftinu, en til samans eru allir fjórir bút-
arnir 182 sm, og verður þá lengd vopnsins alls, höfuð og skaft, 233
sm. Litlar leðurpjötlur sýna að leður hefur verið haft til að festa
skaftendann í falnum.
B. (5. mynd). Þessi atgeir er líkari C en A að því leyti, að á hon-
um er líkt og axarblað öðrum megin, en krókur hinum megin (þýzkur
atgcir, sjá síðar). Hins vegar minnir hann meira á A að því leyti, að
fram úr honum gengur ferstrendur fleinn, en ekki fjöður. Að lokum
er hann svo hvorugum líkur um það atriði, að fleinninn er ekki í beinu
framhaldi af falnum, heldur lítið eitt til hliðar og þá um leið ekki
alveg samhliða skaftinu, heldur stefnir nokkuð út frá skaftlínunni.
Lengd atgeirshöfuðsins alls er 45,5 sm. Falopið er ferskeytt og
lítið eitt aflangt, utan um það er myndarleg gjörð úr messingu (eða
einhverjum koparblendingi) með hátt upphleyptum kambi eftir miðju
allt umhverfis. Gjörðin er 4,3x4,6 sm að utanmáli, breidd hennar
1,4 sm. Gjörð þessi er nú brotin frá, og sést, að spengurnar, sem
gengið hafa upp eftir skaftinu á þessum atgeir eins og hinum, hafa
verið vel festar (soðnar?) við falopið undir gjörðinni. Gegnum fal-
inn, uppi á blaðinu gengur geirnagli, sem sést í brotsári skaftend-
ans upp í falnum.
Eins og þegar er sagt, er fleinninn eða broddurinn ekki beint fram
af falnum. Fram af blaði er slegin flöt tunga, en fram af henni 24
sm langur ferstrendur fleinn, mjög reglulega smíðaður og biturlegur.
Til annarrar handar við falinn er svo axarblað með hyrnum, sem nú
eru báðar brotnar og önnur týnd, hin aftari. Verður því ekki til