Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 52
52
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sömu jörðinni má vel ætla, að þeir hafi verið bræður, enda benda
skjöl til þess, að þeir hafi verið Borgfirðingar.
Jón Gilsson kaupir Kalmanstungu í Borgarfirði af Halli Svart-
höfðasyni 28. febrúar 1398 fyrir Sámsstaði í Hvítársíðu, Skarðs-
hamra og Kleppstíu í Norðurárdal. Kaupin samþykktu Ingigerður
kona Halls og Katrín kona Jóns (D.I. III, 624-626). Það er greini-
legt, að hér er um Jón þann að ræða, sem legsteinninn var yfir og
hefur hann átt Kalmanstungu og eflaust búið þar. Jón þessi er meðal
fyrirmanna sem getið er á Alþingi 3. júlí 1409. (D.I. III, 722-723).
Ætla má, að hann sé fæddur um 1360-1370 er höfð er hliðsjón af
giftingarári systur hans. Af skjölum má greinilega sjá, að sonur
Jóns og Katrínar var Árni bóndi í Kalmanstungu, sem átti tvær
dætur, Guðrúnu konu Sumarliða í Lögmannshlíð í Eyjafirði Eiríks-
sonar á Grund Loftssonar ríka og Ingibjörgu konu Jóns lögréttu-
manns í Múla á Skálmarnesi Erlingssonar (sjá t. d. D.I. V. 532-533
og VII, 79). Sonur Guðrúnar Árnadóttur var Eiríkur ábóti á Þing-
eyrum Sumarliðason, en dætur Ingibjargar og Jóns Erlingssonar
voru Inga kona Teits lögmanns Þorleifssonar og Ingibjörg kona Þor-
leifs lögréttumanns í Þykkvaskógi Guðmundssonar.
I nafnaskránni við fornbréfasafnið, IV. b., er Gils Finnsson talinn
vera sá „Gísl bóndi“, sem lagði muni til kirkjunnar í Ási í Hálsa-
sveit, og kann það vel að vera rétt, en víst er það ekki.
Sonur Jóns í Kalmanstungu er væntanlega sá Gils Jónsson, sem
Gilsbakkasteinninn er yfir, sjá næsta númer.
7. Rúnasteinn á Gilsbakka í Borgarfirði, liggur þar enn í kirkju-
garðinum. Bæksted, bls. 107-108.
Hér hvílir Gils Jónsson Gilssonar.
Gils þessi er eflaust sonur Jóns í Kalmanstungu Gilssonar, sem
um ræðir í næsta númeri hér á undan. Áletrunin er talin vera frá
því um 1400 eða frá fyrsta fjórðungi 15. aldar, og kemur það heim
við það, sem þar er sagt.
8. Rúnasteinn frá Norðtungu. Steinninn er horfinn þegar Bæk-
sted skrifar ritgerð sína, sjá bls. 109-110, en hann er vís nú.
Hér hvílir Páll Halldórsson, sem gu^S hans sál hafi.