Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 110
110
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
arfararathöfn og presturinn kastaði rekunum á kistuna niður um
holan staurinn. Þegar athöfninni var lokið tóku líkmenn staurinn
upp og mokuðu ofaní holuna.
Holur stokkur í staðinn fyrir staur mun hafa verið nýbreytni.
Venjan hafði verið að nota staur, en vandgert þótti að ná honum upp
án þess að mold hryndi á kistuna.
1 næstu byggðum við Grímsey, Fjörðum og Látraströnd, er ekki
kunnugt um, að þessi greftrunaraðferð hafi verið viðhöfð í seinni tíð,
að minnsta kosti ekki eftir miðja 19. öld.
í heimildasafni Þjóðháttadeildar er einnig mjög ítarleg greinar-
gerð séra Runólfs Magnúsar Jónssonar (ÞÞ 332), komin þangað úr
plöggum Fornleifafélagsins, um staursetningu í Aðalvík og Grunna-
vík. Greinargerð þessa hefur séra Magnús samið árið 1934, sama
ár og hann lét af prestsembætti á Stað í Aðalvík, en þar hafði hann
verið prestur frá 1905. Greinargerðin ber með sér, að hún er samin
eftir beiðni prófastsins, séra Sigurgeirs Sigurðssonar síðar biskups,
en liún er svo ítarleg og skilmerkileg, að rétt er að prenta hana
orðrétta:
„Samkvæmt ósk þinni, kæri herra prófastur, er mér sönn ánægja
í því að lýsa því fyrir þér, hvernig „staursetning" líka fer fram. -
Sjálfur hefi ég tvívegis í mínum prestskap í Aðalvík og Grunnavík
orðið að kasta rekum á staursett lík. - Þess skal getið, að staursetn-
ing fer því aðeins fram, að einhverra orsaka vegna verði að koma
líkinu hið fyrsta í jörðina, en hins vegar erfitt eða máske ómögu-
legt að ná í prest í svipinn.
Jarðsetningin (staursetningin) fer þannig fram: Líkið er flutt á
kirkjustaðinn. Líkmennirnir taka gröfina og líkkistan svo látin í
hana. Síðan er sívölum staur stungið lóðréttum niður á kistulokið
og hann studdur af einum líkmannanna á meðan hinir moka moldinni
niður í gröfina og þjappa vel að moldinni kringum staurinn unz
hann stendur óstuddur lóðréttur og að minnsta kosti 1 alin upp úr
leiðinu, er frá því er gengið. Gott er að bera lýsi eða aðra feiti á
þann enda staursins, er niðri í moldinni er, og er staurinn einnig
nokkru mjórri í þann endann. Hvort tveggja er gert til þess að staurn-
um verði því auðveldar kippt upp úr gröfinni er prestur loks kemur
til að kasta rekunum á líkið. - Einhver velviðeigandi vers, einkum úr
Passíusálmunum, eru sungin af þeim, er við eru.
Síðan, er prestur kemur eftir lengri eða skemmri tíma, er staurn-
um kippt upp úr leiðinu, hægt og varlega, og prestur kastar rekun-
um með vanalegum orðum ofan um rennu þá, er staurinn hefur