Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Side 110

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Side 110
110 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS arfararathöfn og presturinn kastaði rekunum á kistuna niður um holan staurinn. Þegar athöfninni var lokið tóku líkmenn staurinn upp og mokuðu ofaní holuna. Holur stokkur í staðinn fyrir staur mun hafa verið nýbreytni. Venjan hafði verið að nota staur, en vandgert þótti að ná honum upp án þess að mold hryndi á kistuna. 1 næstu byggðum við Grímsey, Fjörðum og Látraströnd, er ekki kunnugt um, að þessi greftrunaraðferð hafi verið viðhöfð í seinni tíð, að minnsta kosti ekki eftir miðja 19. öld. í heimildasafni Þjóðháttadeildar er einnig mjög ítarleg greinar- gerð séra Runólfs Magnúsar Jónssonar (ÞÞ 332), komin þangað úr plöggum Fornleifafélagsins, um staursetningu í Aðalvík og Grunna- vík. Greinargerð þessa hefur séra Magnús samið árið 1934, sama ár og hann lét af prestsembætti á Stað í Aðalvík, en þar hafði hann verið prestur frá 1905. Greinargerðin ber með sér, að hún er samin eftir beiðni prófastsins, séra Sigurgeirs Sigurðssonar síðar biskups, en liún er svo ítarleg og skilmerkileg, að rétt er að prenta hana orðrétta: „Samkvæmt ósk þinni, kæri herra prófastur, er mér sönn ánægja í því að lýsa því fyrir þér, hvernig „staursetning" líka fer fram. - Sjálfur hefi ég tvívegis í mínum prestskap í Aðalvík og Grunnavík orðið að kasta rekum á staursett lík. - Þess skal getið, að staursetn- ing fer því aðeins fram, að einhverra orsaka vegna verði að koma líkinu hið fyrsta í jörðina, en hins vegar erfitt eða máske ómögu- legt að ná í prest í svipinn. Jarðsetningin (staursetningin) fer þannig fram: Líkið er flutt á kirkjustaðinn. Líkmennirnir taka gröfina og líkkistan svo látin í hana. Síðan er sívölum staur stungið lóðréttum niður á kistulokið og hann studdur af einum líkmannanna á meðan hinir moka moldinni niður í gröfina og þjappa vel að moldinni kringum staurinn unz hann stendur óstuddur lóðréttur og að minnsta kosti 1 alin upp úr leiðinu, er frá því er gengið. Gott er að bera lýsi eða aðra feiti á þann enda staursins, er niðri í moldinni er, og er staurinn einnig nokkru mjórri í þann endann. Hvort tveggja er gert til þess að staurn- um verði því auðveldar kippt upp úr gröfinni er prestur loks kemur til að kasta rekunum á líkið. - Einhver velviðeigandi vers, einkum úr Passíusálmunum, eru sungin af þeim, er við eru. Síðan, er prestur kemur eftir lengri eða skemmri tíma, er staurn- um kippt upp úr leiðinu, hægt og varlega, og prestur kastar rekun- um með vanalegum orðum ofan um rennu þá, er staurinn hefur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.