Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 95
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
FORN SAUMNÁL FINNST AÐ FELLI
í MYRDAL
Hinn 10. september 1970 fór ég, ásamt Níels Óskarssyni, aðstoðar-
manni á Jarðfræðastofu Raunvísindastofnunar Háskóla Islands, aust-
ur að Felli í Mýrdal, til þess að kanna þar afstöðu gjóskulaga (= eld-
fjallaöskulaga) til mannvistarleifa, sem Einar H. Einarsson, bóndi að
Skammadalshóli í Mýrdal, hafði fundið nokkrum dögum áður. Einar
hringdi í mig 7. sept., til þess að láta mig vita af þessu, en síðustu
sumurin höfum við Einar, ýmist saman eða hvor fyrir sig, kannað
gjóskulög í allmörgum jarðvegssniðum milli Múlakvíslar og Skógár.
Höfum við sérstaklega haft í huga að reyna að komast að aldri þeirra
gosa, er verið hafa samfara þeim miklu jökulhlaupum, er setja þann
svip á Sólheimasand og Skógasand, sem þessir sandar hafa nú.
Um 0,9 km vestnorðvestur af núverandi Fellsbæ og suðvestan undir
felli því, sem bærinn dregur nafn af, eru rústir þess Fellsbæjar, sem
aflagður var um aldamótin 1900, vegna ágangs Klifandi. Eru þetta
miklar og fallegar bæjarrústir, sem gera þyrfti uppdrátt af við tæki-
færi. Um 7 m framan (suðvestan) við bæjarrústirnar er nú þverskor-
inn árbakki, og það var í þeim bakka, sem Einar bóndi fann mann-
vistarleifarnar (1. og 2. mynd). Þær eru kannske ekki beinlínis ösku-
haugar, en þó eitthvað í þá átt, og er þar að finna beinaleifar, m. a.
fiskbein, tréflísar, sumar úr barrviði, og fleira. Sýni úr þessu lagi,
sem Einar var búinn að taka og þurrka áður en ég kom á vettvang,
var afhent Þjóðminjasafninu. Ofan á lagið með mannvistarleifunum
hefur verið hlaðinn einhvers konar garður eða veggur úr torfi og eru
í honum bútar af gjóskulögum úr Kötlu, sem skera úr um, að hér
er um hleðslu að ræða. Að þessum garði, og að nokkru á hann, hefur
lagzt grófkorna gjóskulag (lag IV á 3. mynd), að mestu borið með
vatni. I jarðvegssniðum um miðbik Mýrdals er þetta þykkasta gjósku-
lagið í efri hluta jarðvegssniða og auðþekkt m. a. af kornum líparíts,
sem í því eru. Það hefur fallið samfara miklu jökulhlaupi í Jökulsá á
Sólheimasandi. Athuganir okkar Einars á þessu lagi síðustu sumur
sýna, að þetta hlaup hefur myndað Sólheimasand í þrengri merkingu,