Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 62
62
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Bjarni, Tómas, Guðrún, Þórdís laungetin. Ari Ólafsson átti........
Þeirra son Markús, Tómas, Ólafur. Grímur Ólafsson á Hömrum í
Tungusveit, húsasmiður. Þeirra son Gunnlaugur. Bjarni átti 2 laun-
börn, Helgu, sem átti Tómas Jónsson sonar Jóns prentara í Núpufelli.
Bjarni átti Ingunni dóttur Guðmundar Gíslasonar, sem bjó í Sölva-
tungu. Þeirra börn Guðmundur, Tómas, Jón, Sesselja, Sólveig, Hall-
dóra. Guðmundur átti Þuríði d. Jóns prentara. Sesselja átti Hallgrím
son séra Jóns Tómassonar, sem hélt Höskuldsstaði og Rannveigar
Böðvarsd. Þ. b. 2. Tómas Ólafsson giftist ekki, en átti laundóttur,
Ólöfu, sem átti fyrst Jón Gíslason. Þórdís Ólafsd. átti Odd Grettisson
smið í Hofdölum. Þ. b. Grettir, átti Margrétu. 2. Síra Björn Tómas-
son hélt Vallnastað norður í Svarfaðardal, átti trúi ég Ólöfu d. Þor-
steins Gvöndssonar, laungetna. 3. Þóra Tómasd.“
Niðjatal þetta ber það með sér, að kunnugur hefur ekki samið það.
Það sést fyrst og fremst af orðunum „trúi ég“. Höfundurinn hefur
ekki búið á Norðurlandi, sbr. orðin „Vallnastað norður í Svarfaðar-
dal“, „Eirík Ámundason í Skagafirði“ og „á Hallgrímsstöðum í
Skagafirði“, en svona myndi Norðlendingur ekki hafa komizt að orði.
I niðjatalinu eru einnig margar villur, sem raunar margar spinnast
hver af annarri. Höfundi hefur verið kunnugt um, að börn Ólafs lög-
réttumanns á Hafgrímsstöðum voru af Tómasi á Þorleifsstöðum kom-
in og hefur hann þá í athugunarleysi talið Ólaf son Tómasar þess. Það
er hins vegar kunnugt af öðrum heimildum, sem eru óyggjandi, að
Ólafur var sonur síra Tómasar á Mælifelli, síðar ábóta, Eiríkssonar.
I réttu samræmi við skekkju þessa eru síra Björn á Völlum og Þóra
talin börn Tómasar á Þorleifsstöðum, en þau voru systkini Ólafs á
Hafgrímsstöðum. Tómasi Ólafssyni er í niðjatalinu ruglað saman
við mág sinn, Tómas bónda á Bægisá Brandsson, og er það rangt,
sem niðjatalið segir um Tómas Ólafsson. Utanmáls í handritinu AM
257 fol., bls. 470, stendur: „Þetta stóð á lausum seðli: Guðrún Gríms-
dóttir átti Tómas á Þorleifsstöðum. Þ. b. Gottskálk, sem átti Rósu.
Þ. b. Helga, sem átti Eirík Ámundason í Skagaf. b) Sigríður, sem
átti Jón á Guðrúnarstöðum í Vatnsdal. c) Guðrún Tómasdóttir átti
Ólaf á Hallgrímsstöðum.“ Af utanmálinu má ráða það, að sá, sem
handritið skráði, hafi haft fyrir sér eldra handrit, sem hann skráði
eftir, og því hafi fylgt laus seðill, sem á var leiðrétting á því, sem
þar stóð um niðja Guðrúnar Grímsdóttur. Leiðréttingar eiga að
jafnaði ekki að fara með rangt mál, og þær munu sjaldnast vera
gerðar nema höfundur þeirra sé viss í sinni sök, og er þeim því
treyst. Það er ekki víst, að þessi leiðrétting telji öll börn Guðrúnar