Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 82

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 82
82 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS af því til að gera við rétt, sem er norðan undir kletti skammt norð- austur frá Ampahól og var áður heygarður Ampa. Austur af Ampa- hól, niðri við sléttan sand, er lítil tótt, nefnd Hlíðarendakofi. „Segir sagan, að Vigfús sýslumaður Þórarinsson á Hlíðarenda hafi gjört út til Veiðivatna og átt kofa þarna.“ (G. Á.). Vigfús var sýslumaður Rangæinga 1789—1819. Hlíðarendalind kom upp suður af kofanum, en hún og austasta vík Tjaldvatns fylltust af sandi veturinn 1946— 1947. Austur frá Tjarnarkoti kemur upp lítil lind, Tjarnarkotslind, og þótti þar hollast vatn við Tjaldvatn. Austur var talið frá Tjarn- arkoti á Miðmorgunsöldu og suður á Hádegisöldu, en þá var miðað við búmannsklukku. 1 krika inn í Hádegisöldu, austur frá Tjarn- arkoti, er smáhellir, sem stundum var legið í. Hann nefnist Hóru- kofi. 1 eldgíg norðaustur frá Ampahól, handan við slétt, sandorpið hraun, hefir verið gerð hestarétt og er óvenjulegt mannvirki. Þar heitir Hestagígur. Þá er að geta þess að örstutt frá Ampahól hefir Ferðafélag Islands ásamt Veiðifélagi Land- og Holtamanna reist stórt sæluhús og geymslu, einnig hefir Veiðifélagið reist sér skúra vestan við Tjaldvatn og í Slýdrætti við Langavatn. Eru þá upp- talin ótvíræð mannvirki við Tjaldvatn. Ekki er nú vitað hvenær fyrst var byggt í Tjarnarkoti, og nokkr- ar líkur eru til að fyrsta hús í Veiðivötnum hafi staðið við Skála- vatn. Þar heitir á einum stað Skálanef eða Skálatangi. Þar sér fyrir tótt, en óljós er hún og getur vart talizt ótvíræð. Þegar Sveinn Páls- son kom til Veiðivatna árið 1795 voru þar tveir kofar hrörlegir og ónothæfir.* Líkur benda til að þetta hafi verið Tjarnarkot, en ekki verður það sannað. Alltaf hefir verið talið að það hafi verið í dyr- um Tjarnarkots, sem Brandur drap útilegumanninn, og þó Suður- landskofi hafi ef til vill verið uppistandandi, þegar Merkihvols- bræður stunduðu veiðar af mestu kappi, hefðu þeir vafalaust talið sér óheimilt að nota hann, þar eð aðrir bændur áttu hann. Loks árið 1889, þegar Þorvaldur Thoroddsen lýsir húsum í Veiðivötnum, er ótvírætt að hann er að tala um Tjarnarkot, það hús, sem var end- urbyggt 21 ári síðar svo sem fyrr var sagt. Ekki mun Tjarnarkot hafa staðið óbreytt frá 1910, t. d. hefir verið bætt á það gluggum, enda hafði húsið verið mjög dimmt í upphafi. Eitthvað mun og hafa verið hróflað við umbúnaði dyra. Árið 1968 tók Þjóðminjasafn Islands að sér að halda Tjarnarkoti * í Skaftáreldum árið 1783 féll mikil aska i Veiðivötnum og mun veiði þá hafa gjörþorrið, eins og aftur varð við Kötlugosið 1918. Þess vegna hefir kofunum ekki verið haldið við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.