Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 49
ROnasteinar og mannfræði
49
sonar lrm. s. st. Narfasonar. Börn Yigfúsar og Jórunnar voru Guð-
mundur, sem sennilega hefur búið á Kirkjulæk og dáið hefur 1673,
Magnús, sem lítt bar á og líklega hefur dáið barnlaus, kvæntur blindri
konu, ónafngreindri, Þorbjörg kona Erlends á Barkarstöðum í Fljóts-
hlíð Eiríkssonar, Gróa, sem talin er hafa átt Magnús nokkurn, Dóm-
hildur kona Gísla Eiríkssonar, Ragnhildur kona Einars á Ketils-
stöðum í Mýrdal Árnasonar, Ólöf kona Steins Guðmundssonar, Guð-
rún og Solveig, báðar taldar giftar, en ekki er ljóst hverjum.
4. Rúnasteinn frá Eyvindarmúla í Fljótshlíð. Þjms. 10445. Bæk-
sted bls. 87-89.
Hér hvílir Bjarni Eiríksson.
Bæksted telur steininn vera frá 16. öld (bls. 58), en um manninn
vitnar hann til þessara orða Finns Jónssonar: „Um þenna Bjarna
er ekkert hægt að segja“ (bls. 89).
Bjami Eiríksson.
Ég þekki engan mann með þessu nafni á 16. öld á þessum slóðum,
en hins vegar mann frá 17. öld, og skal nú gerð grein fyrir honum.
Eiríkur sonur séra Árna í Holti Gíslasonar, móðurbróðir Vigfúsar
Magnússonar, sem hér á undan er nefndur, kvæntist árið 1611 Helgu
dóttur séra Erasmusar í Odda Villatssonar og síðari konu hans, Þór-
unnar Þórólfsdóttur lrm. á Suður-Reykjum Eyjólfssonar á Hjalla
Jónssonar. Hann varð ekki gamall, drukknaði í Hvítá hjá Kotferju,
en ekki veit ég til þess, að kunnugt sé hvaða ár hann dó. Ættabækur
nefna 7 börn Helgu og Eiríks, og getur þá vel látið nærri, að hann
hafi verið meðal hinna 10 manna, sem annálar segja, að drukknað
hafi á Kotferju í Ölfusi 1627 (Ann. Isl. 226 og III, 106).
Ekkja Eiríks giftist aftur Guðmundi í Vorsabæ í Landeyjum
Gíslasyni pr. í Vatnsfirði Einarssonar og varð fyrri kona hans. Þau
voru barnlaus. Guðmundur kvæntist aftur og er 1703 á lífi barn
hans með síðari konu, fætt 1647, og er fyrri kona hans því a. m. k.
dáin fyrir 1645.
Það fara litlar sögur af flestum börnum Eiríks Árnasonar og
Helgu, en þau eru talin þessi:
a) Bjarni, kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur og eru talin barnlaus.
b) Sigmundur.
c) Árni.
4