Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 80
80
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
pottar og katlar hangið í hóbandi yfir eldinum. 1 norðurveggnum
er lítið, ferskeytt hólf rétt við eldstæðið, og hefur verið notað sem
geymsla eða skápur. Eldhúsið hefir ekki verið notað mörg undan-
farin ár, enda er örðugt að afla eldiviðar við Veiðivötn.
Norðan við eldhúsið er 2 m breitt sund, en þá er komið að aðah
húsinu í Tjarnarkoti, enda munu sumir nefna það eitt Tj arnar •
kot. Það snýr frá norðaustri til suðvesturs, dyr á langvegg og snúa
á móti norðvestri, lengd að utan er 8 m, en breidd um 4 m, en hún
er raunar óljós vegna hraunhólsins. Innanmál hússins er 1. 4,20 m
og br. 2,30 m. Dyr eru aðeins 0,70 m víðar og lengd dyragangs, eða
þykkt framveggjar, er 1,30 m. Hurð er fyrir dyrum allhá, en áður
var lágur gluggi yfir hurðinni, en þó var hann ekki þar frá upp-
hafi. Þegar komið er inn úr dyrum, verða lágir bálkar til beggja
handa og 1,20 m br. gangur á milli. Báðir ná bálkarnir þvert yfir
húsið, og er nyrðri bálkurinn 1,20 m br., en hinn syðri 1,70 m. Bálk-
arnir eru vart hnéháir, hlaðnir úr grjóti, og framan við þá eru
tréstokkar, svo sem rúmstokkar, og er búið var í Tjarnarkoti, lögðu
menn reiðingsdýnur á bálkana, lágu á þeim og hlúðu að sér með
skinnum o. fl. Fram að 1918, þegar veiði hvarf að mestu í vötn-
unum vegna Kötlugoss, var fjórum tilteknum mönnum ætlað rúm á
nyrðri bálki, en 6 á þeim syðri, og var það almenningur, „en þröngt
var á báðum væri þessi tala fyllt“ (J. Á.), sjá mynd. I beinu framhaldi
af ganginum eru dyr í gegnum bakvegg hússins inn í helli. Er
hann lágur fremst, en manngengur að heita má, þegar inn er komið,
hann er óreglulega lagaður, mesta vídd um 2 m, en lengd frá kofa
inn í botn um 3,50 m. Hellirinn mun vera elzta vistarvera á staðnum
og á sér ýmis gælunöfn „svo sem Hosíló, Blíðheimur, Aftanköld
o. fl“ (J. Á.).
Þetta hús er ekki gamalt. Þegar fyrst er vitað, stóð hér lítill kofi
með aðeins einum bálki, en árið 1910 var húsið stækkað til muna og
sett á það járnþak.19 Á báðum stöfnum kofans eru nú litlir gluggar,
en engin eru þar þil. Gluggarnir munu ekki vera gamlir. Bæði húsin
eru hlaðin úr hraunsteinum, sem hér eru nógir til, en að utan er
byggt úr torf- og grjótlögum til skiptis. Útveggir eru allt að 2 m
þykkir.
„Nokkra faðma norðaustur frá Tjarnarkoti er hóll með smá-
skúta í, sem snýr suðvestur, og tóttarbrot fram af skútanum, og
kallast Suðurlandskofi. Þar héldu þeir til á tímabili, sem syðst
bjuggu í Landsveit, en nú er því löngu hætt. Rétt austar er smá
hólstrýta hol að innan og kallast Geymsla. Þar mun Ampi (Arn-