Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 45
ISLANDS VÁBEN
45
t>að styrki þá skoðun að merki Islands sé þá einnig rétt, enda sé yfirleitt bersýni-
legt, að höfundur bókarinnar hafi verið mjög vel að sér og fylgzt vel með, t. d.
hafi hann vitað, að öxin var komin í norska skjaldarmerkið, en það gerðist ekki
fyrr en á dögum Eiriks konungs Magnússonar.
Rannsókn höfundarins beinist einkum og sér í lagi að því að kanna, hvaðan
hvítu (silfurlitu) og bláu bekkirnir séu komnir i merki Islandskonungs eða jarls
hans á íslandi. Hann bendir á að með því að láta koma saman gult (gyllt) skjald-
arhöfuðið og hvítan (silfurlitan) efsta bekkinn sé brotin ein af meginreglum
skjaidmerkjalistarinnar, þ. e. með þvi að láta málm mæta málmi, gull mæta silfri.
Þetta mundi ekki hafa verið gert nema til þess væri einhver knýjandi nauðsyn,
°g í þessu tilviki þá sú, að grunnurinn með silfurlitu og bláu bekkjunum sé merki,
sem til var fyrir og varð ekki breytt, þótt það væri unnið inn í skjaldarmerki
Noregskonungs í hinum nýja eiginleika hans sem konungs yfir Islandi. Og þetta
merki, með silfurlitum og bláum bekkjum til skiptis, getur þá naumast annað verið
en íslenzkt merki, þ. e. merki Islands áður en það gekk undir konung. Það sem
gerzt hefur er þá það, að hið gamla merki Islands er unnið inn i merki Noregs-
konungs, þó þannig að um leið er snúið við gylltu og rauðu, gylltur grunnur og
rautt Ijón í staðinn fyrir rauðan grunn og gyllt ljón, en í því sambandi eyðir höf-
undur allmiklu máli í að sýna fram á, að vel megi vera að norska merkið hafi
upphaflega verið rautt ljón á gylltum feldi og þessu hafi ekki verið snúið við fyrr
en á dögum Eiríks konungs Magnússonar. I þessum útdrætti skal ekki komið inn
á þá röksemdafærslu.
Höfundur vitnar til frásagnar Sturlungu að „Hákon konungur fékk Gissuri jarli
merki“ árið 1258. Þetta merki hyggur hann að annaðhvort hafi verið aðeins með
12 silfurlitum og bláum bekkjum ellegar eins og merkið er í skjaldarmerkjabók-
>nni, og af þeim tveimur möguleikum sé hinn siðari sennilegri, þvi að konungur
hljóti að hafa viljað að norska konungsmerkisins sæi einhvern stað í því merki sem
hann fékk jarli sinum.
Sé nú svo, segir höfundur, að rendurnar í merkinu séu ekki fornt merki Islands,
hljóti þær í síðasta lagi að hafa skapazt 1258, ef til vill þá úr gömlum „þjóðlitum"
Islands, til þess að tákna Island í því merki, sem fulltrúi konungs hafði til marks
»m það vald er hann fór með í hans nafni. Yngra en frá 1258 er þá randamerkið
ekki, en líklegra telur höfundur þó, að það sé eldra, eins og þegar er sagt, einkum
vegna þess hvernig reglur skjaldmerkjafræðinnar eru brotnar til þess að koma
t>vi fyrir. Hugsar hann sér, að hið forna merki íslands kunni að hafa haft 12 silfur-
lita og bláa bekki af því að þingin voru upprunalega 12. Ilann bendir á, að enda þótt
slíkt merki sé einfalt í sniðum, mæli það alls ekki móti því að það gæti verið
skjaldarmerki lands, og nefnir hliðstæð dæmi til sönnunar.
Höfundur greinarinnar hefur áður skrifað stutta grein um sama efni, hið forna
skjaldarmerki Islands. Norski skjaldmerkjafræðingurinn Hallvard Trætteberg hef-
ur gagnrýnt kenninguna, og er grein hans prentuð hér sem Viðauki 2. I greininni
hér i Árbók er leitazt við að hrekja þessa gagnrýni og sýna fram á að merki Is-
landskonungs (eða jarls hans á Islandi) sé að öllum líkindum rétt í skjaldar-
h>erkjabókinni og hafi merkið verið sett saman úr þeim merkjum, sem að ofan
greinir. Höfundurinn vill þó láta koma skýrt fram, að í þessu efni verði ekkert
sannað, þó að likurnar séu mjög miklar. Til styrktar því að Gissuri kunni að hafa
verið fengið merki, þar sem dýr var á röndóttum grunni, minnir hann á að sam-
líihamaður hans, Birgir jarl, fékk að því leyti áþekkt merki hjá sænska kóng-
>»um (9. mynd), og enn fremur vekur hann athygli á fugli (fálka?) á röndóttum
grunni á skjaldarmerki Skjalm Hvide - ættarinnar frá um 1290 í Sóreyjar kirkju
(8. mynd).