Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 131
ÞRlR ATGEIRAR
131
5
Þá er að hyggja að því, hvað vitað sé um atgeira á Islandi á þeim
tíma sem hér um ræðir. Þrenns konar heimildir geta komið til greina:
fornleifafundir, ritaðar heimildir og myndir.
Fornleifar eru fljótt upp taldar. 1 Þjóðminjasafninu eru til leifar
af aðeins einum atgeir fyrir utan þessa þrjá, Þjms. 585, komnum til
safnsins árið 1868 (10. mynd).6 Hann fannst í sléttu mýrarsundi á
Vatnsskarði milli Húnavatnssýslu og Skagafjarðar, um 10 þumlunga
í jörðu niðri, og fann hann Jón bóndi Árnason á Víðimýri, er verið
var að gera brú á veginum yfir skarðið, vestan megin mels þess, sem
er efst á svokallaðri Kirkj ubrekku. Atgeirinn er nú 34 sm að lengd,
en eitthvað smávegis mun vanta neðan á falinn. Samt hlýtur hann
alltaf að hafa verið nokkru minni en þingeysku atgeirarnir. Oddur-
inn er alveg heill, ferstrendur fremst og alllangt upp eftir, síðan
breikkar hann og flezt út, þegar nær dregur krók og blaði. Lengd
hans er 23,5 sm. Krókurinn út til annarrar hliðarinnar er einnig
heill, en fyrir neðan hann vottar fyrir tilskurði, sem þó er nú all-
mjög brotinn. Eftir lýsingu Sigurðar málara hefur þetta sézt betur
á atgeirnum, þegar hann kom til safnsins. Atgeirsblaðið, sem verið
hefur andspænis króknum, er nú með öllu brotið af. Eins og áður er
sagt, vantar eitthvað neðan á falinn, en geirnagli sést standa gegnum
það sem eftir er af honum. Spengurnar, sem gengið hafa niður eftir
skaftinu á þessum atgeir eins og á hinum, sjást greinilega liggja upp
eftir falnum báðum megin og geirnaglinn stendur í gegnum þær.
Þetta er ekki eins eftirtakanlegt á þingeysku atgeirunum, og reyndar
skilur hann sig greinilegast frá þeim með þessu einkenni. Hins vegar
er það smávægilegt á móti öllu sem sameiginlegt er. Þetta er bersýni-
lega atgeir af þýzku gerðinni eins og tveir af þingeysku atgeirunum
og virðist ekki ástæða til annars en telja hann frá sama tíma og þá,
fyrri hluta 16. aldar.
Ritaðar heimildir frá síðmiðöldum eru ekki margorðar um atgeira
og notkun þeirra. Þó bregður þeim fyrir og er þá vopnið ýmist kallað
atgeir, arngeir, addgeir eða jafnvel atngeir. En þetta er vitaskuld
ekki annað en mismunandi ritháttur á sama orði.7 1 íslenzku forn-
bréfasafni eru eftirtalin dæmi:
6 Sjá Sigurður Guðmundsson: Skýrsla um Forngripasafn II, Kph. 1874, bls. 80.
7 Geta má þess til gamans og fyllingar, að mannsnafnið Arngeir er nokkuð
algengt á miðöldum. Á Jörfa í Haukadal er örnefnið Atgeirsnes. Hvorki
mannsnafnið né örnefnið mun þó eiga skylt við vopnið atgeir.