Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Side 131

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Side 131
ÞRlR ATGEIRAR 131 5 Þá er að hyggja að því, hvað vitað sé um atgeira á Islandi á þeim tíma sem hér um ræðir. Þrenns konar heimildir geta komið til greina: fornleifafundir, ritaðar heimildir og myndir. Fornleifar eru fljótt upp taldar. 1 Þjóðminjasafninu eru til leifar af aðeins einum atgeir fyrir utan þessa þrjá, Þjms. 585, komnum til safnsins árið 1868 (10. mynd).6 Hann fannst í sléttu mýrarsundi á Vatnsskarði milli Húnavatnssýslu og Skagafjarðar, um 10 þumlunga í jörðu niðri, og fann hann Jón bóndi Árnason á Víðimýri, er verið var að gera brú á veginum yfir skarðið, vestan megin mels þess, sem er efst á svokallaðri Kirkj ubrekku. Atgeirinn er nú 34 sm að lengd, en eitthvað smávegis mun vanta neðan á falinn. Samt hlýtur hann alltaf að hafa verið nokkru minni en þingeysku atgeirarnir. Oddur- inn er alveg heill, ferstrendur fremst og alllangt upp eftir, síðan breikkar hann og flezt út, þegar nær dregur krók og blaði. Lengd hans er 23,5 sm. Krókurinn út til annarrar hliðarinnar er einnig heill, en fyrir neðan hann vottar fyrir tilskurði, sem þó er nú all- mjög brotinn. Eftir lýsingu Sigurðar málara hefur þetta sézt betur á atgeirnum, þegar hann kom til safnsins. Atgeirsblaðið, sem verið hefur andspænis króknum, er nú með öllu brotið af. Eins og áður er sagt, vantar eitthvað neðan á falinn, en geirnagli sést standa gegnum það sem eftir er af honum. Spengurnar, sem gengið hafa niður eftir skaftinu á þessum atgeir eins og á hinum, sjást greinilega liggja upp eftir falnum báðum megin og geirnaglinn stendur í gegnum þær. Þetta er ekki eins eftirtakanlegt á þingeysku atgeirunum, og reyndar skilur hann sig greinilegast frá þeim með þessu einkenni. Hins vegar er það smávægilegt á móti öllu sem sameiginlegt er. Þetta er bersýni- lega atgeir af þýzku gerðinni eins og tveir af þingeysku atgeirunum og virðist ekki ástæða til annars en telja hann frá sama tíma og þá, fyrri hluta 16. aldar. Ritaðar heimildir frá síðmiðöldum eru ekki margorðar um atgeira og notkun þeirra. Þó bregður þeim fyrir og er þá vopnið ýmist kallað atgeir, arngeir, addgeir eða jafnvel atngeir. En þetta er vitaskuld ekki annað en mismunandi ritháttur á sama orði.7 1 íslenzku forn- bréfasafni eru eftirtalin dæmi: 6 Sjá Sigurður Guðmundsson: Skýrsla um Forngripasafn II, Kph. 1874, bls. 80. 7 Geta má þess til gamans og fyllingar, að mannsnafnið Arngeir er nokkuð algengt á miðöldum. Á Jörfa í Haukadal er örnefnið Atgeirsnes. Hvorki mannsnafnið né örnefnið mun þó eiga skylt við vopnið atgeir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8462
Mál:
Árgangir:
112
Útgávur:
501
Registered Articles:
953
Útgivið:
1880-í løtuni
Tøk inntil:
2024
Skv. samningi við Hið íslenzka fornleifafélag er ekki hægt að sýna síðustu fimm árganga Árbókar hins íslenzka fornleifafélags í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgávustøð:
Keyword:
Lýsing:
Greinar um fornleifafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar: Megintexti (01.01.1971)
https://timarit.is/issue/140061

Link til denne side:

Link til denne artikel: Islands våben =
https://timarit.is/gegnir/991006604309706886

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

Megintexti (01.01.1971)

Handlinger: