Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 141
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1970
141
aðir sýningartímar væru ekki notaðir, og urðu því á stundum eyður
í sýningartímann.
Þess hefur nokkuð gætt í seinni tíð, að listamenn væru óánægðir
með það frjálslyndi, sem ríkt hefur í láni á Bogasal og vilja margir
þeirra telja, að eigi bæri að lána salinn öðrum listamönnum en þeim,
sem hlotið hafa nokkra opinbera viðurkenningu. Að sönnu hefur
verið reynt að viðhafa nokkra gætni í lánum á salnum, en vegna
skorts á sýningarsölum í borginni hefur reynzt erfiðara en ella að
velja og hafna. En þegar að því kemur, að listamenn eignast sinn
eigin sýningarsal, er þeir sjálfir ráða, er vissulega athugandi að
hætta að lána salinn til listsýninga og einskorða lán á honum við
menningarsögulegar sýningar, nema þá ef safnið vildi sjálft heiðra
einstöku listamenn með því að bjóða þeim að halda hér sýningar.
Er þetta ekki óeðlilegt, enda má búast við, að Bogasalur kunni að
draga sýningar frá hinum nýja listamannaskála og færi illa ef þar
yrði einhvers konar togstreita á milli um sýningar.
Safnauki.
A árinu voru færðar 147 færslur í aðfangabók safnsins, en eins
og ævinlega eru oft margir gripir innifaldir í sömu færslu og segja
þær því ekki til um fjölda þeirra gripa, sem bættust við á árinu.
Margt er þetta smálegt að venju, en meðal helztu gripa má nefna
eftirfarandi:
Stórt mahógnískatthol, sagt úr eigu dr. Péturs Péturssonar biskups
(keypt); stór súpuskeið úr silfri og tvær matskeiðar, önnur eftir
Þorgrím Tómasson á Bessastöðum (keyptar); dragkista í rokokostíl,
upphaflega í búi Boga Benediktsens á Staðarfelli, gef. Sigfús M.
Johnsen fv. bæjarfóg.; vatnslitamynd af Heklugosinu 1845 (sam-
tímamynd, keypt); ýmis gamall fatnaóur, gef. Ólafur Þorvaldsson
fv. þingvörður; skrúfstykki, sveinsstykki Teits Finnbogasonar járn-
smiðs (keypt); hökull frá 1760 o. fl. kirkjulegar veftir, frá Staðar-
kirkju í Steingrímsfirði; þrjár hliðar úr prédikunarstól, frá Kirkju-
vogskirkju í Höfnum afh. af séra Garðari Þorsteinssyni; lokkur
úr hári Bertels Thorvaldsens, gef. Niels Gártig innsiglaforvörður
við Ríkisskjalasafnið í Kaupmannahöfn f. milligöngu forseta Islands
dr. Kristjáns Eldjárns; trépípa, hluti af dælustokk frá saltverkinu í
Reykjanesi við Isafjarðardjúp, sem starfrækt var á 18. öld, send
af Kristmundi Br. Hannessyni, skólastj.; saumnál úr bronsblendingi