Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 76
76
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
nágrenni Tjarnarkots, veiðimannakofans við Tjaldvatn, en það vatn
hefir raunar alla tíð verið ónýtt veiðivatn, enda víðast innan við
1 m á dýpt. Vissulega má líta á nafnið Skálavatn sem heimild um
(veiði)skála.
Þorsteinn sýslumaður Magnússon segir um „Fiskevande" í lýsingu
Rangárvallasýslu árið 1744:G „De fra Schaftefields Sijssel have til-
forn haft der Hijtter eller Boder saavel som en Fiskebaad og der
skal endnu sees de Fiskegaarde af Steen som de have törred deres
flekkede örter paa men nu er dend Fangst forlagt". Hér er í fyrsta
sinn talað um hús við vötnin, en ekki er víst að átt sé við Tjarnar-
kot, og er hugsanlegt að hér sé átt við hús hjá Skálavatni, enda eru
ekki heimildir fyrir að Skaftfellingar hafi búið við Tjaldvatn eins
og Land- og Holtamenn. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson tala
um Veiðivötn,7 en þeir komu þar ekki sjálfir. Umsögn þeirra er
samhljóða lýsingu Þorsteins og má vera að umsögnin sé frá hon-
um komin.
Fyrsti rithöfundur, sem kom til Veiðivatna var Sveinn Pálsson,
sem kom þar árið 1795.8 Hann var svo óheppinn með veður að
hann gat sáralítið skoðað sig um. Þó lýsir hann vötnunum í stór-
um dráttum rétt. Hann talar um Tungnárfjall, eins og flestir Skaft-
fellingar virðast gera, en það fjall nefna Rangæingar Snjóöldu.
Hann kallar stærsta vatnið Stórasjó, en nefnir ekki Litlasjó. Hann
getur þess að við Tjaldvatn séu tveir mjög hrörlegir kofar, en nefnir
ekki herzlugarða.
I sóknarlýsingum Bókmenntafélagsins er nokkuð vikið að Veiði-
vötnum. Pétur Stephensen9 nefnir „Fiskivotn“ í lýsingu Ásapresta-
kalls árið 1840, segir að þar hafi Skaftártungubúar veitt, eins og
Landmenn og máske Rangvellingar. Séra Pétur talar um „Tunár-
fjall“, sem sé á milli „Tunár“ og vatnanna. 1 sóknarlýsingu Stóru-
vallasóknar frá 184110 talar Jón Torfason um Stórasjó innan við
„Fiskivötn" inn undir (Vatna)jökli og segir flest ókunnugt um-
hverfis hann. Minnir lýsing hans á uppdrátt Björns Gunnlaugsson-
ar. Um veiði í Vötnum segir hann: „í Fiskivötnum er silungsveiði,
sem meir var stunduð til forna en nú á tímum. Þykir það ekki
tilvinnandi um heysláttartímann að láta fólk liggja þar, því oft
er þar lítið um aflabrögð."
Arnbjörn hét maður Guðbrandsson, fæddur í Lækjarbotnum í
Landsveit árið 1816, en bjó lengst í Króktúni í sömu sveit og var
það nýbýli hans. Árið 1859 var fé hans skorið niður vegna fjár-
kláða, og tók hann þá að stunda veiðiskap, grasatekju og rótagröft