Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Síða 76

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Síða 76
76 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS nágrenni Tjarnarkots, veiðimannakofans við Tjaldvatn, en það vatn hefir raunar alla tíð verið ónýtt veiðivatn, enda víðast innan við 1 m á dýpt. Vissulega má líta á nafnið Skálavatn sem heimild um (veiði)skála. Þorsteinn sýslumaður Magnússon segir um „Fiskevande" í lýsingu Rangárvallasýslu árið 1744:G „De fra Schaftefields Sijssel have til- forn haft der Hijtter eller Boder saavel som en Fiskebaad og der skal endnu sees de Fiskegaarde af Steen som de have törred deres flekkede örter paa men nu er dend Fangst forlagt". Hér er í fyrsta sinn talað um hús við vötnin, en ekki er víst að átt sé við Tjarnar- kot, og er hugsanlegt að hér sé átt við hús hjá Skálavatni, enda eru ekki heimildir fyrir að Skaftfellingar hafi búið við Tjaldvatn eins og Land- og Holtamenn. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson tala um Veiðivötn,7 en þeir komu þar ekki sjálfir. Umsögn þeirra er samhljóða lýsingu Þorsteins og má vera að umsögnin sé frá hon- um komin. Fyrsti rithöfundur, sem kom til Veiðivatna var Sveinn Pálsson, sem kom þar árið 1795.8 Hann var svo óheppinn með veður að hann gat sáralítið skoðað sig um. Þó lýsir hann vötnunum í stór- um dráttum rétt. Hann talar um Tungnárfjall, eins og flestir Skaft- fellingar virðast gera, en það fjall nefna Rangæingar Snjóöldu. Hann kallar stærsta vatnið Stórasjó, en nefnir ekki Litlasjó. Hann getur þess að við Tjaldvatn séu tveir mjög hrörlegir kofar, en nefnir ekki herzlugarða. I sóknarlýsingum Bókmenntafélagsins er nokkuð vikið að Veiði- vötnum. Pétur Stephensen9 nefnir „Fiskivotn“ í lýsingu Ásapresta- kalls árið 1840, segir að þar hafi Skaftártungubúar veitt, eins og Landmenn og máske Rangvellingar. Séra Pétur talar um „Tunár- fjall“, sem sé á milli „Tunár“ og vatnanna. 1 sóknarlýsingu Stóru- vallasóknar frá 184110 talar Jón Torfason um Stórasjó innan við „Fiskivötn" inn undir (Vatna)jökli og segir flest ókunnugt um- hverfis hann. Minnir lýsing hans á uppdrátt Björns Gunnlaugsson- ar. Um veiði í Vötnum segir hann: „í Fiskivötnum er silungsveiði, sem meir var stunduð til forna en nú á tímum. Þykir það ekki tilvinnandi um heysláttartímann að láta fólk liggja þar, því oft er þar lítið um aflabrögð." Arnbjörn hét maður Guðbrandsson, fæddur í Lækjarbotnum í Landsveit árið 1816, en bjó lengst í Króktúni í sömu sveit og var það nýbýli hans. Árið 1859 var fé hans skorið niður vegna fjár- kláða, og tók hann þá að stunda veiðiskap, grasatekju og rótagröft
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.