Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 61

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 61
RÚNASTEINAR OG MANNFRÆÐI 61 þá, hafi Tómas Brandsson lofað Halli Magnússyni að vera í allri borgan fyrir hann um þau kúgildi, sem Hallur hafði til byggingar af Benedikt bónda Halldórssyni. Bréfið er skrifað í Hvammi mánu- daginn eftir hvítasunnu, 15. maí 1570. (D.I. XV, 405). Hallur var systursonur Tómasar, svo sem síðar segir. 1 jarðakaupum Guðbrands biskups við síra Pál Brandsson og Helga son hans, 26. marz 1573, á Hólum í Hjaltadal, seldi síra Páll biskupi þau 10 hundruð í Reykj- um í Fljótum, sem hann átti til lausnar hjá erfingjum Tómasar heit- ins Brandssonar (Bréfab. Guðbr. b., 24). Tómas er því dáinn fyrir þann tíma. 1 niðjatala-handritinu AM 257 fol., bls. 470, er rakin ætt frá Guð- rúnu Grímsdóttur lögmanns Jónssonar og manni hennar, Tómasi bónda á Þorleifsstöðum. 1 öðrum ættartöluheimildum er Tómas á Þor- leifsstöðum talinn Brandsson (t. d. Sýslum.æfir II, 536). Þótt hinar síðartöldu heimildir séu fremur ungar er ástæðulaust að rengja þær, með því að þær hafa fremur haft eldri heimildir fyrir sér, en að föðurnafn Tómasar sé ágizkun, enda er enginn annar Tómas kunnur í Skagafirði á þessum tíma en Tómas Brandsson, sem líklegt er að hafi átt dóttur Gríms lögmanns. Tómas sá, sem ættabækur kenna við Þorleifsstaði, er því að mínum dómi vafalítið sonur Brands Páls- sonar. Staðfestingu á því, að Guðrún dóttir Gríms lögmanns hafi verið móðir Guðrúnar konu Ólafs lögréttumanns Tómassonar, svo sem síðar segir, má fá í bréfabók Guðbrands biskups. Hann er þar að rekja frændsemi manna frá Helga lögmanni Guðnasyni, og er ekki um að villast, að hann telur Guðrúnu Grímsdóttur dóttur Guðnýjar Þorleifsdóttur (Bréfab. Guðbr. b., 249). Niðjatalið frá Guðrúnu Grímsdóttur og Tómasi á Þorleifsstöðum er allgamalt að uppruna, greinilega samið um miðja 17. öld, og ber það aldur sinn með sér á því, að það segir börn síra Hallgríms í Glaumbæ og Sesselju Bjarnadóttur tvö. Höfundurinn hafði enga ástæðu til að geta þess hve mörg börn þau ættu síra Hallgrímur og Sesselja, nema honum væri fullkunnugt um tölu þeirra. Börn þeirra urðu fleiri en tvö, sem upp komust, og er niðjatalið því skrifað þegar börnin voru ekki orðin fleiri en tvö, en það hefur verið rétt um miðja öldina. Niðjatalið hljóðar svo: „Guðrún Grímsdóttir átti Tómas á Þorleifsstöðum. Þ. b. Gottskálk, sem átti Rósu. Þeirra dóttir Helga, sem átti Eirík Ámundason í Skagafirði. I. Hennar sonur (þ. e. Guðrúnar Grímsdóttur) Ólafur Tómasson á Hallgrímsstöðum í Skagafirði. Hans börn Ari, Grímur,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.