Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 60
60
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Jónsdóttir. Dómsmenn segjast vita fyrir full sannindi, að þeir bræður
báðir, síra Jón og Tómas, höfðu mikla peninga (D.I. XIII, 118-115).
Síra Jón Brandsson var kunnur klerkur nyrðra á fyrra hluta 16.
aldar. Vitnisburður er til um það, að hann hafi verið fæddur um
1487 og hafi orðið prestur á Barði í Fljótum 1512. Tómas bróðir
hans, sammæðra, er að líkindum á svipuðum aldri sem síra Jón, senni-
lega þó yngri, með því að síra Jón er varla meira en um 25 árum
yngri en faðir hans, og mætti vel ætla, að Tómas væri fæddur mjög
nálægt 1490. Að þeir hafi einnig verið samfeðra Tómas og síra Jón
er víst af mörgum gögnum, og var Tómas Brandsson, þótt ómaga-
dómurinn geti þess ekki. I fornskjölum, sem nú þekkjast, er Tómasar
Brandssonar fyrst getið sem kaupvotts á Hofi á Höfðaströnd vorið
1528 er Jón biskup Arason seldi Hrafni lögmanni Brandssyni, tengda-
syni sínum, þá jörð (D.I. IX, 448-450). 30. ágúst s. á. er Tómas
Brandsson meðal votta að kaupmálagerningi í Holti í Fljótum, er
Guðný dóttir Brands Pálssonar gekk að eiga Koðrán Ólafsson. Brand-
ur gaf dóttur sinni 60 hundruð í heimanmund og hefur því verið af
töluverðu að taka. (D.I. IX, 466-467). Það er þessi sama Guðný, sem
giftist í annað sinn 21. september 1542, Guðmundi Skúlasyni, í Engi-
hlíð í Langadal. Þá var síra Jón Brandsson giftingarmaður Guð-
nýjar systur sinnar. Tómas Brandsson var því sonur Brands Páls-
sonar og Sigríðar nokkurrar dóttur Guðrúnar Brandsdóttur. Nokkr-
ar líkur eru fyrir því, að sú Guðrún hafi verið dóttir Brands á Barði
í Fljótum Halldórssonar og k. h. Rögnu Hrafnsdóttur lögmanns Guð-
mundssonar og hafi verið fyrri kona Árna sonar Þorsteins í Holti í
Fljótum Magnússonar, en kona þess Þorsteins var ólöf Árnadóttir
dalskeggs í Stóradal í Eyjafirði Einarssonar. Fyrir þessum líkum
er gerð grein í ritgerð í Skírni 1961, bls. 144-147.
18. janúar 1564 votta það tveir menn á Svalbarði á Svalbarðs-
strönd, að sumarið 1561 hafi þeir verið á Akureyri fyrir neðan Eyr-
arland í Eyjafirði vottar að því, að Tómas Brandsson lofaði að selja
Halldóri Sigurðssyni fyrstum jörðina hálfa Bárðartjörn í Höfða-
hverfi fyrir 15 hundruð í þriðjungspeningum. (D.I. XIV, 27-28).
27. apríl 1568, á Hólum í Hjaltadal, keypti Tómas Brandsson jörð-
ina Hrólfsvelli í Fljótum af Hóladómkirkju fyrir jörð konu sinnar,
Guðrúnar Þorsteinsdóttur, hálfa Bárðartjörn í Höfðahverfi. (D.I.
XV, 88-89). I annarri viku páska árið 1570 vottar Jón Marteinsson
það á Hólum í Eyjafirði, að hann hafi selt Tómasi bónda Brandssyni
hálfan Vatnsenda í Ólafsfirði. (D.I. XV, 385-386). Tveir menn votta
það, að í kirkjunni í Hvammi í Fljótum, væntanlega á hvítasunnu