Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 50

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 50
50 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS d) Páll, talinn barnlaus. e) Gísli, talinn barnlaus. f) Guðlaug kona síra Eiríks á Krossi í Landeyjum Þorsteinssonar. g) Þórunn í Miðey. h) Margrét, að því er sumar ættabækur telja. Ættabækur veita ekki meiri vitneskju um fólk þetta, en Sigmundur Eiríksson mun vera faðir þess Sigurðar, sem eftir jarðabókarskjölum frá 1696 á 6 hundruð og 80 álnir í Ulfsstöðum í Landeyjum ásamt systrum sínum tveimur ónafngreindum, að erfð eftir föður þeirra 1681 (AM 463 fol.). Systur hans eru væntanlega Ásdís Sigmunds- dóttir, sem 1703 er 50 ára á Úlfsstöðum, ekki sammæðra Sigurði, og Hólmfríður Sigmundsdóttir, sem 1703 er 42 ára gift Birni á Vorsabæ í Landeyjum Jónssyni. 10 hundruð í Úlfsstöðum á 1696 Magnús son- ur Guðmundar í Vorsabæ Gíslasonar, sem fyrr er nefndur, og síðari konu hans. Sigurður á samkvæmt sömu skjölum hluta í Arngeirsstöð- um í Hvolhreppi á móti Árna Eiríkssyni, sem tekið hafði hluta sinn í arf eftir foreldra sína. 6 hundruð og 100 álnir í þeirri jörðu á þá Páll yngri Ámundason, að kaupi af N. N. (nafnið er afbakað í hand- ritinu og er ekki víst hvað vera á) Eiríksdóttur og Árna Eiríkssyni árið 1690. Árni er væntanlega sá, sem að framan er nefndur, sonur Eiríks Árnasonar og Helgu. Árið 1709 á Árni Eiríksson enn 11 hundr- uð og 20 álnir í Arngeirsstöðum og býr þar þá (Jarðabók ÁM og PV I, 228). Hann er hins vegar hvergi að finna í manntalinu 1703 á þeim gamalsaldri, sem við má búast um son Eiríks og Helgu. Hinn fyrr- nefndi er því ekki hinn sami sem sá, er á jarðarhlutann 1709, heldur er það greinilegt, að hinn síðarnefndi er sonarsonur hins fyrrnefnda, sá sem 1703 er 19 ára á Syðri-Úlfsstöðum í Landeyjum hjá foreldr- um sínum Eiríki, 50 ára þá, Árnasyni og Margréti Arnórsdóttur. Eiríkur hefur verið sonur Árna þess, sem 1696 átti hlutann í Arn- geirsstöðum, og hefur sá Árni dáið fyrir manntalið 1703. Það hefur svo mjög verið fjölyrt um þetta fólk, vegna þess, að hinn eini Bjarni Eiríksson, sem kunnur er frá 17. öld af þessum slóð- um, er sonur Eiríks Árnasonar og systkini hans hafa búið í Kang- árvallasýslu, í nágrenni Fljótshlíðar, en nú kemur í ljós, að Bjarni þessi er enn á lífi 1703. Hann býr þá enn, 87 ára gamall, á Arn- geirsstöðum í Hvolhreppi. Matseljan er þar talin Guðrún Ólafsdóttir, 54 ára, og má vera rétt í ættabókunum, að hún hafi verið kona hans, þótt svona sé til orða tekið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.