Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 55
rúnasteinar og mannfræði
55
17. Rúnasteinn frá Hallbjarnareyri(2). Steinninn er horfinn.
Bæksted bls. 131-132.
Hér hvílir Margréta Geirm (undardóttir).
Aldursákvörðun er ekki fyrir hendi. Geirmundarnafn er ekki óal-
gengt á Vesturlandi á 15. og 16. öld, en það er eins með þetta kven-
mannsnafn sem fleiri frá þessum öldum, að eigandinn finnst ekki.
18. Rúnasteinn frá Drápuhlíð í Helgafellssveit. Þjms. 6241. Bæk-
sted bls. 132-133.
Hér liggur undir Gamalíel Þorleifsson.
Gamli Þorleifsson
er meðal héraðsdómsmanna í dómi Daða sýslumanns Arasonar um
vígsmál Guðna Jónssonar, árið 1459. Dómsbréfið er skráð á Helga-
felli 26. júní þ. á. (D.I. V, 182).
Gamli Þorleifsson er einn þriggja manna, sem ganga í ábyrgð fyrir
síra Böðvar Jónsson „um staðinn og staðarins peninga í Hjarðar-
holti í Laxárdal“ etc. Ábyrgðaryfirlýsing er gefin út á Kirkjufelli í
Eyrarsveit 22. október 1462. Gamli er bréfsvottur á Ingjaldshóli árið
1480.(D.I. V, 377; D.I. VI, 311).
Gamalíel Þorleifsson er einn þeirra 25 fyrirmanna landsins, sem á
Alþingi 1491 sendu Hans konungi tilmæli um að skipa Einar Björns-
son hirðstjóra eftir Diðrik Pining fráfallinn. Gamli er elclci lögréttu-
maður, svo sem tekið er fram í bréfinu, þótt hann sé meðal helztu
bænda. (D.I. VI, 754.).
I skrá um syndaaflausn frá því um 1500, sbr. VII. b. fornbréfa-
safnsins, bls. 669, n. m., stendur þessi setning: „ . . . hver sem
kveður slæminn biðji fyrir Gamla í Drápuhlíð til guðs.“
Af því að nafn Gamla Þorleifssonar er á Drápuhlíðarsteininum,
og hér er talað um Gamla í Drápuhlíð, má ætla, að Gamli sá, sem
fyrrgreind skjöl nefna, hafi búið þar. Það er fyrst og fremst af því,
að þessi sjaldgæfu nöfn fara saman, Gamalíel (Gamli) og Þorleifur,
að Þorleifur Gamalíelsson, sem keypti hálfan Jörfa í Haukadal 1516,
og talinn er hafa búið í Þykkvaskógi, hefur verið talinn sonur Gamalí-
els í Drápuhlíð Þorleifssonar. Þorleifur gaf fyrir hálfan Jörfa Kol-
grafir í Eyrarsveit, og hafa þeir því verið af svipuðum slóðum runnir.
Þorleifur er einnig í heldri bænda tölu og er ættfærslan því mjög
sennileg. Frá Þorleifi má rekja ættir í karllegg til vorra tíma.
Framætt Gamalíels Þorleifssonar er ókunn.