Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 118
118
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Við tíndum nú allt, sem við fundum, bæði stórt og smátt, upp í
pappakassann og vorum um 11/2 klst. þarna á staðnum og leituðum ná-
kvæmlega í næsta umhverfi að beinum eða einhverju sem skýrt gæti,
hvers vegna munirnir voru á þessum stað, en árangurslaust. Þarna
var frostkul, þótt 5 stiga hiti væri á Húsavík. Héldum við nú til
Húsavíkur og komum þangað um kl. 2. Það sem eftir var dagsins
var ég að mestu upptekinn við að sýna vopnin, sem lögð voru á borð
og skoðuð og mynduð. I dag fékk ég að setja þau á borð í sýningar-
glugga og urðu menn nú að láta sér nægja að horfa á vopnin í gegn-
um gler. Fjöldi manns lagði leið sína að glugganum þrátt fyrir mjög
óhagstætt veður, norðan-stinningskalda og snjókomu. Líklegt má
telja, að hefðu gripirnir ekki verið sóttir í gær, væru þeir nú komnir
undir snjó, sem ekki leysir fyrr en á miðju næsta sumri, því að á
þeim slóðum, sem vopnin fundust, hefur mjög mikið snjóað síðan í
gærkvöld.
Staður sá, sem vopnin fundust á, er alllangt frá venjulegum leið-
um á milli Kelduhverfis og Húsavíkur, en líklega hefur stundum
verið farið eftir Búrfellsdal úr Auðbjargarstöðum í Kelduhverfi að
Héðinshöfða á Tjörnesi. Var það kallað að fara Dalinn. Algengari
leiðir hafa verið yfir Tunguheiði eða Reykjaheiði. Þessar leiðir eru
langar og villugjarnar og hafa margir orðið úti á Reykjaheiði. All-
margar sagnir eru til um, að ísbirnir hafi ráðizt á menn á þessum
slóðum, þegar hafís hefir legið við landið. í gili því, þar sem vopnin
fundust, hefðu útilegumenn getað leynzt og hlaðið byrgi úr grjóti,
sem er gott í hleðslu. Ég get mér þess til, að vopn þessi hafi verið
borin af þremur mönnum, en hvers vegna þau voru á þessum stað,
er mér mikil ráðgáta, en einna líklegast þykir mér að eigendur vopn-
anna hafi orðið úti og gætu bein þeirra verið undir hjarnskafli
þeim, sem er vestan megin í Vopnagili, sem ég leyfi mér að nefna
svo. Sennilegt þykir mér, að í flestum árum hafi vopnin legið undir
snjó 8 til 10 mánuði á ári og á kaldari tímabilum hefur snjóa e. t. v.
ekki tekið að fullu upp af þeim, árum eða jafnvel áratugum saman.
Gæti það verið skýring á því, hve sköftin eru lítið fúin, einkum þau,
sem neðst voru í urðinni, þar sem snjór hefur legið lengst".
Þessi skýrsla er svo greinargóð, að engu er við að bæta um fundar-
atvik. Það gegnir mikilli furðu, hversu vel trésköft atgeiranna hafa
varðveitzt, og vafalítið er skýring Hjartar á því fyrirbrigði rétt.
Þeir hafa yfirleitt legið undir snjó lengstan tíma ársins, og jafnvel
hefur ekki leyst af þeim snjó árum saman. En auk þess hafa þeir