Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 47
HÚNASTEINAR OG JMANNFRÆÐI
47
að við þá sé átt. Rúnasteinar eru svo fátíðir hér á landi, að telja verð-
ur þá til merkra fornminja, og fróðlegt er að kynnast því, yfir hvaða
menn þeir hafa verið settir. Það má telja víst, að á fyrri öldum hafi
legsteinar ekki verið settir á leiði annarra en þeirra, sem töluverð
efni höfðu. Nafnanna er þá ekki að leita meðal annarra en þeirra, og
auðveldar það leitina og líkurnar fyrir því, að rétt sé til getið um
persónurnar.
í ritgerð þessari eru allar áletranir færðar til nútímastafsetningar.
Fylgt er sömu röð sem í bók Bæksteds, en inn í er einungis skotið
einni áletrun, legsteini Jóns Gilssonar, en sá steinn fannst eftir að
bók Bæksteds kom út. Hefst nú þessi greinargerð:
1. Rúnasteinn frá Útskálum. Þjms. 10927. Bæksted bls. 73-75.
Hér hvílir Brettifa Ormsdóttir, lesi þú paternoster fyrir sál hennar.
Bæksted hyggur áletrunina vera frá 15. öld. Nafnið er sjaldgæft,
en fátt er til nafna frá 15. öld í skjölum, og hef ég ekkert fundið, sem
bendir til ættar þessarar konu. Nafnið Bretteva eða Broteva, eins og
það var stundum haft, þekkist frá 17. öld og þegar manntalið 1703
er tekið eru til hér á landi 11 konur með því nafni, allar norðan- og
austanlands.
2. Rúnasteinn frá Hvalsnesi. Þjms. 5637. Bæksted bls. 78-80.
Hér hvílir Ingibjörg Loftsdóttir.
Áletrunin er talin vera frá um 1500.
Ekki hefur mér tekizt að leiða neinar líkur að því yfir hvern leg-
steinn þessi er, enda er fátt eitt nefnt af kvennanöfnum í skjölum
frá 15. og 16. öld.
3. Rúnasteinn frá Teigi í Fljótshlíð. Þjms. 9374. Bæksted bls.
86-87:
Hér hvílir Vigfús Magnússon í guSi.
Bæksted telur áletrunina „relativt meget ung“, þ. e. þá væntan-
lega ekki eldri en frá 17. öld, en manninn óþekktan.