Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 109

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 109
STAURSETNING 109 skemmri skírn, sem gripið var til ef barn fæddist líflítið og ekki náðist til prests fljótlega til að skíra það. Matthías Þórðarson getur þess neðanmáls í útgáfu sinni á Eiríks sögu rauða (Islenzk fornrit IV, 1935, bls. 217), að munnmæli séu um, að staursetning hafi verið framkvæmd fyrrum í afskekktum kirkju- görðum hérlendis, helzt í Grímsey, en ekki muni það þó samkvæmt neinum lögum. Það er greinilegt, að hann veit engin örugg dæmi þessa og virðist einnig telja, að aðferðin hafi ekki verið viðhöfð á seinni tímum. Öruggar heimildir eru þó fyrir því, að staursetning hafi verið framkvæmd í að minnsta kosti fimm skipti á þremur stöðum hér- lendis á síðasta hluta 19. aldar og jafnvel svo seint sem á 2. tug 20 aldar. Fjögur dæmi eru frá afskekktum byggðarlögum, Aðalvík og Grunnavík svo og Grímsey, en eitt úr Mýrdal. Þar sem greftrunar- aðferð þessi er athyglisverð og heimildir skýrar og öruggar þykir mér rétt að geta þeirra hér. Magnús Gestsson kennari gerði mér þann greiða að spyrjast fyrir um það í Grímsey, hvort menn könnuðust við staursetningu þar. Fékk hann vitneskju um tvö dæmi frá þessari öld, sem hér skulu nefnd. Er skýrsla Magnúsar í heimildasafni Þjóðháttadeildar Þjóðminja- safnsins (ÞÞ 2301). Árið 1907, seinni hluta vetrar, andaðist í Grímsey gamall maður, Halldór að nafni. Séra Matthías Eggertsson var þá prestur í Gríms- ey og búsettur þar, en hann var um þessar mundir staddur í landi og óvíst var, hvenær hann kæmi aftur út í eyjuna. Var þá það ráð tekið að staursetja líkið. Var heimildarmanni Magnúsar í fersku minni, er hann kom ásamt hóp leiksystkina sinna í kirkjugarðinn, eftir að greftrunin hafði farið fram, hve þeim varð starsýnt á staur- inn, sem stóð upp úr leiðinu. Þetta var mjög gildur rekaviðardrumb- ur, sívalur og stóð um þrjú fet upp úr moldinni, beint uppá endann. Árið 1920 andaðist í Grímsey drengur, sjö daga gamall. Séra Matthías var þá nýfarinn í land er drengurinn dó, en hafði skírt barnið áður en hann fór. Búizt var við að prestur yrði lengi í ferð- inni og þar sem ekkert talsamband var þá milli eyjar og lands var það ráð tekið að staursetja lík drengsins. Var hann jarðsettur fáum dögum eftir andlátið. Staursett var með þeim hætti, að faðir drengs- ins smíðaði tréstokk úr f jórum breiðum borðum og var hann látinn standa uppá endann á kistunni miðri, nær höfðagafli, meðan mokað var ofaní. Þegar séra Matthías var kominn úr landi fór fram venjuleg jarð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.