Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 79
tjarnarkot og veiðivötn
79
stöðurit um þau þó stutt sé. Einnig má benda á ritgerð Guðmundar,
Örnefni á Landmannaafrétti17 og grein Jóns Árnasonar á Lækjar-
botnum, Örnefni við Veiðivötn á Landmannaafrétti.18 Um heimildir
fyrir þeirri stuttu lýsingu á mannvirkjum við Veiðivötn, sem hér
fer á eftir, skal einkum vísað til þessara tveggja síðasttöldu greina
auk sjálfsýnar. Þar sem vitnað er orðrétt í þær, er það merkt ým-
ist G. Á. (Guðmundur Árnason) eða J. Á. (Jón Árnason).
Bækistöð veiðimanna í Veiðivötnum, vatnakarla, heitir Tjarnar-
kot. Það stendur á litlum tanga, sem skagar út í Tjaldvatn. Er
tanginn eldbrunninn mjög og eru öll mannvirki þar byggð við
hraunhóla eða smágígi. Tjarnarkot er tvö hús byggð við hólahrúg-
ald framan til við miðjan tangann, og eru ekki ótvíræð mannaverk
á neinu þar fyrir framan á tanganum. Syðra húsið er eldhús og
snýr nær því frá austri til vesturs. Dyr eru á vesturgafli við suður-
vegg, en stuttur kampur norðan dyra, þær eru 0,90 m víðar og
án dyraumbúnaðar og hurðar. Áður var torfþak á húsinu, en nú er
það þaklaust og hvolft yfir það báti. Lengd hússins frá dyrakampi
að gafli er 2,50 m, breidd um 1,30 m. Við gafl er hlaðinn stallur
þvert yfir húsið, 0,50 m breiður með öskustó í miðju, og yfir hana
eru lagðar hellur og verður rifa á milli, sem aska getur hrunið niður
um ef eldur er kveiktur á hellunum, einnig kemur þá loft upp um
glufuna, sem glæðir eldinn. Ekki var eldstó á stallinum, og hafa