Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 105
KRISTJÁN ELDJÁRN
ATHUGASEMD VARÐANDI DRYKKJAR-
HORN EGGERTS HANNESSONAR,
VELKENHORNIÐ
Þrjú drykkjarhorn, sem einna fegurst og frægust eru á Norð-
urlöndum, standa öll í nánum tengslum við fsland. Tvö þeirra eru
norsk að uppruna, bæði frá miðöldum, en eru nú í Þjóðminjasafni
Dana í Kaupmannahöfn. En þótt þau séu norsk, voru þau öldum
saman hér á íslandi og voru meðal minnishorna Skálholtsdómkirkju,
eins og ég gerði grein fyrir í bókinni Stakir steinar, sem út kom
1961. Um þessi frægu horn hefur allmikið verið skrifað, einkum
af Norðmanna hálfu, og síðan ég skrifaði mína grein, veit ég um
tvær ritgerðir, sem um þau hafa birzt (Leif Loberg: Norske herald-
iske horn. By og bygd XIII, Oslo 1960, bls. 137—151. Asgaut Stein-
nes: Om dei to eldste norske drikkehorni i Danmarks National-
niuseum. Norsk Slektshistorisk Tidsskrift. Band XXI, Oslo 1968, bls.
201—242).
Þriðja hornið er hið svonefnda Velkenhorn, sem nú er í Listiðn-
aðarsafninu (Kunstindustrimuseet) í Osló. Það er annars eðlis
en hin, því að það er íslenzkt að uppruna, það er að segja hornið
sjálft, allt útskorið með dýrlingamyndum og skrautverki og áletrun,
og ber enginn brigður á, að það sé íslenzkt verk, líklega frá um
1500, þótt nákvæm aldursgreining sé ekki gerleg. Á seinni hluta 16.
aldar hefur svo þetta gamla íslenzka horn verið búið miklum og
fögrum silfurbúnaði, gjörð mikil umhverfis barminn og lok yfir,
en neðar á horninu önnur gjörð og festur við fótur og stétt. Verkið
er allt í renessans-stíl, sýnilega gert af afburða færum silfursmið.
Á gjörðinni, sem heldur fæti hornsins, er grafið skjaldarmerki, hálf-
nr einhyrningur, og á lokinu er einnig einhyrningur. Þetta er skjald-
armerki Eggertsættarinnar, og þar sem hornið sjálft er íslenzkt
og silfurbúnaðurinn frá seinni hluta 16. aldar, hafa menn fyrir
löngu orðið sammála um, að það hljóti að hafa verið í eigu Eggerts