Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 65
KÚNASTEINAR OG MANNFRÆÐI
65
leysi og eytt andvirði af, og mun Brandur hafa orðið eigiialítill eða
eignalaus. Ekkert vita menn um kvonfang hans eða niðja. Það er
þessi yngsti Brandur, sem síðari alda ættfræðingar hafa sumir nefnt
Brand ríka í Tungu í Stíflu Helgason og hann er talinn faðir Tómas-
ar í riti Bæksteds, 155, en það er samkvæmt framansögðu ekki rétt.
28. Rúnasteinn frá Möðruvöllum í Hörgárdal (1). Þjms. 11071.
Bæksted bls. 155-157.
Hér hvílir undir Hjalti GuíSmundarson.
Hér hvílir Sigmundur prestur GuSmundarson.
Aldursákvörðun Bæksteds er 1400-1450 (bls. 57).
Hjalti GuSmundsson.
14. júlí 1386, á Möðruvöllum í Hörgárdal, gefur Guðmundur
Hjaltason Solveigu dóttur sinni 20 hundruð af fé sínu og greiðir
henni önnur 20 hundruð, sem bræður hennar, Ketill og Hjalti, höfðu
gefið henni og greiddist þetta fé með jörðinni Felli í Kinn og 10 kú-
gildum. (D.I. III, 393-394). Þessir bræður, Ketill og Hjalti Guð-
mundssynir, eru væntanlega hinir sömu sem 27. febrúar 1363 keyptu
jörðina Efsta-Fell í Kinn af síra Böðvari á Grenjaðarstöðum Þor-
steinssyni. (D.I. III, 186-187).
Guðmundur faðir þeirra er væntanlega sá, sem gefur vitnisburð
um laxveiði í Laxárósi í Aðaldal fyrir dómi Eyjólfs kórsbróður Brands-
sonar og Eysteins bróður Ásgrímssonar 7. nóvember 1357 á Einars-
stöðum í Reykjadal. (D.I. III, 118). Flateyjarannáll telur Hjalta
Guðmundsson meðal hinna tiltölulega mörgu manna, sem látizt hafi
á árinu 1392, að því er virðist úr sótt í Noregi. (Isl. Ann., bls. 420).
Vegna þess, að Guðmundur Hjaltason gefur út fyrrgreint bréf á
Möðruvöllum í Hörgárdal, og einhver bönd binda hann þannig við
þann stað, má vel ætla, að Hjalti sá, sem áletrunin á steininum á
við, sé Hjalti sonur hans, sem dó 1392 og gizka mætti á, að fæddur
væri nálægt miðri öldinni.
Halldóra hét enn dóttir Guðmundar, sem einnig fékk 40 hundruð
úr föðurgarði, og er greinilegt að fólk þetta hefur verið stórbænda-
ættar.
5