Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 88
88
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
um íslenzk fornaldarsverð í Kumlum og haugfé eftir Kristján Eld-
járn, þar sem meðal annars er fjallað nokkuð um Hrafnkelsdals-
sverðið (bls. 269).
Sverðið hefur verið búið miklu skarti. Það hefur verið eir- og
silfurrekið og sjást leifar þess á hjöltum og knappi. Þetta er þó ekki
einsdæmi um sverð fundin á Islandi, t. d. hafa sverðin frá Hafur-
bjarnarstöðum (Þjms. 559) og Kaldárhöfða (Þjms. 13585) verið
mjög silfurrekin, þótt silfrið sé
nú af að mestu.
Það, sem gerir sverð þetta
einkum sérstætt er, að á brand-
inum ofanverðum eru leifar af
svokallaðri ULFBERHT-áletr-
un, sem þekkt er á allmiklum
fjölda sverða frá síðara hluta
víkingaaldar. Slík sverð hafa
fundizt víða á þeim svæðum, sem
víkingar fóru um, á Norður-
löndunum öllum nema Dan-
mörku, í Rússlandi, baltnesku
löndunum, Póllandi, Þýzkalandi,
Hollandi, Belgíu, Frakklandi,
Englandi, Irlandi, Sviss, Tékkó-
slóvakíu og Júgóslavíu. Alls eru
nú þekkt 99 sverð með þessari
eða svipaðri áletrun, flest þeirra
fundin í Noregi, eða 24 talsins,
en færri í öðrum löndum og
sums staðar aðeins eitt í landi.
Þannig er um Hrafnkelsdals-
Ljósmynd Eyjólfs Jónssonar af sverS- SVerðÍð’ Það er hÍð eina ÞeSSarai'
inu skömmu eftir að það fannst. tegundar, sem fundið er á Is-
landi svo vitað sé, og gæti þó
verið að röntgenljósmyndun allra hérlendra sverða mundi leiða ann-
að í ljós.
Þéttasta fundarsvæði þessara sverða er meðfram austanverðu
Eystrasalti, í Finnlandi, Eysýslu og suður í Póllandi, einnig hafa
mörg fundizt umhverfis Víkina í Noregi og í Vesturnoregi allt norð-
ur í Þrændalög. Víðast annars staðar eru fundarstaðir mjög dreifðir,
en eftirtakanlega mörg hafa fundizt í Rússlandi suður með ánni