Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 56
56
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
19. Rúnasteinn frá Breiðabólstað á Skógarströnd. Þjms. 6395.
Bæksted bls. 133-136.
Margrét Olafsdóttir hvílir hér,
hvör (hver) í guÖi sofnuí er,
glöÖ héðan me?S friSi fer,
frelsarann Jesum ó trúer (trúir). 1681.
Þótt hér sé ársetning á áletruninni, hún sé tiltölulega ung og ætla
megi, að hér sé um konu af fremur kunnum ættum að ræða, sem
kæmi fyrir í ættabókum þeim, sem enn eru til, hefur mér þó ekki
tekizt að finna konu með þessu nafni, sem líklegt er, að áletrunin
eigi við. Það má vel vera, að hún finnist þó síðar verði.
20. Rúnasteinn frá Hjarðarholti í Laxárdal (1). Þjms. 4537.
Bæksted bls. 138-140.
Hér liggur Hallur Arason.
Matthías Þórðarson hefur talið steininn með þeim elztu, sem fund-
izt hafa og er vísað til þess, að Hallur Arason hafi búið á Höskulds-
stöðum í Laxárdal 1186. Finnur Jónsson hefur talið steininn vera
yngri, eins vel frá 14. og 15. öld. Enginn maður með þessu nafni
finnst í skjölum, sem enn eru varðveitt frá þessum árum og þótt leit-
að sé í prentuðum heimildum fram á 17. öld.
21. Rúnasteinn frá Hjarðarholti í Laxárdal (2). Þjms. 4538. Bæk-
sted bls. 141.
Bjarni Bjarnason.
Bæksted hefur ákvarðað áletrunina til 16. aldar (bls. 58). Nafnið
er algengt, en engan mann get ég bent á, sem sennilegt er, að steinn-
inn sé yfir.
22. Rúnasteinn frá Gufudal. Þjms. 10930. Bæksted bls. 142-144.
Hér liggur ÞórSur Ivarsson.
Bæksted hyggur, að steinninn sé frá fyrra hluta 15. aldar (bls. 57).
Matthías Þórðarson hyggur hann vera frá 15. öld (bls. 144). Hann
bendir á, að Ivar bóndi Þórðarson komi við skjöl á Snæfellsnesi 1399