Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 105

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 105
KRISTJÁN ELDJÁRN ATHUGASEMD VARÐANDI DRYKKJAR- HORN EGGERTS HANNESSONAR, VELKENHORNIÐ Þrjú drykkjarhorn, sem einna fegurst og frægust eru á Norð- urlöndum, standa öll í nánum tengslum við fsland. Tvö þeirra eru norsk að uppruna, bæði frá miðöldum, en eru nú í Þjóðminjasafni Dana í Kaupmannahöfn. En þótt þau séu norsk, voru þau öldum saman hér á íslandi og voru meðal minnishorna Skálholtsdómkirkju, eins og ég gerði grein fyrir í bókinni Stakir steinar, sem út kom 1961. Um þessi frægu horn hefur allmikið verið skrifað, einkum af Norðmanna hálfu, og síðan ég skrifaði mína grein, veit ég um tvær ritgerðir, sem um þau hafa birzt (Leif Loberg: Norske herald- iske horn. By og bygd XIII, Oslo 1960, bls. 137—151. Asgaut Stein- nes: Om dei to eldste norske drikkehorni i Danmarks National- niuseum. Norsk Slektshistorisk Tidsskrift. Band XXI, Oslo 1968, bls. 201—242). Þriðja hornið er hið svonefnda Velkenhorn, sem nú er í Listiðn- aðarsafninu (Kunstindustrimuseet) í Osló. Það er annars eðlis en hin, því að það er íslenzkt að uppruna, það er að segja hornið sjálft, allt útskorið með dýrlingamyndum og skrautverki og áletrun, og ber enginn brigður á, að það sé íslenzkt verk, líklega frá um 1500, þótt nákvæm aldursgreining sé ekki gerleg. Á seinni hluta 16. aldar hefur svo þetta gamla íslenzka horn verið búið miklum og fögrum silfurbúnaði, gjörð mikil umhverfis barminn og lok yfir, en neðar á horninu önnur gjörð og festur við fótur og stétt. Verkið er allt í renessans-stíl, sýnilega gert af afburða færum silfursmið. Á gjörðinni, sem heldur fæti hornsins, er grafið skjaldarmerki, hálf- nr einhyrningur, og á lokinu er einnig einhyrningur. Þetta er skjald- armerki Eggertsættarinnar, og þar sem hornið sjálft er íslenzkt og silfurbúnaðurinn frá seinni hluta 16. aldar, hafa menn fyrir löngu orðið sammála um, að það hljóti að hafa verið í eigu Eggerts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.