Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Side 80

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Side 80
80 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS pottar og katlar hangið í hóbandi yfir eldinum. 1 norðurveggnum er lítið, ferskeytt hólf rétt við eldstæðið, og hefur verið notað sem geymsla eða skápur. Eldhúsið hefir ekki verið notað mörg undan- farin ár, enda er örðugt að afla eldiviðar við Veiðivötn. Norðan við eldhúsið er 2 m breitt sund, en þá er komið að aðah húsinu í Tjarnarkoti, enda munu sumir nefna það eitt Tj arnar • kot. Það snýr frá norðaustri til suðvesturs, dyr á langvegg og snúa á móti norðvestri, lengd að utan er 8 m, en breidd um 4 m, en hún er raunar óljós vegna hraunhólsins. Innanmál hússins er 1. 4,20 m og br. 2,30 m. Dyr eru aðeins 0,70 m víðar og lengd dyragangs, eða þykkt framveggjar, er 1,30 m. Hurð er fyrir dyrum allhá, en áður var lágur gluggi yfir hurðinni, en þó var hann ekki þar frá upp- hafi. Þegar komið er inn úr dyrum, verða lágir bálkar til beggja handa og 1,20 m br. gangur á milli. Báðir ná bálkarnir þvert yfir húsið, og er nyrðri bálkurinn 1,20 m br., en hinn syðri 1,70 m. Bálk- arnir eru vart hnéháir, hlaðnir úr grjóti, og framan við þá eru tréstokkar, svo sem rúmstokkar, og er búið var í Tjarnarkoti, lögðu menn reiðingsdýnur á bálkana, lágu á þeim og hlúðu að sér með skinnum o. fl. Fram að 1918, þegar veiði hvarf að mestu í vötn- unum vegna Kötlugoss, var fjórum tilteknum mönnum ætlað rúm á nyrðri bálki, en 6 á þeim syðri, og var það almenningur, „en þröngt var á báðum væri þessi tala fyllt“ (J. Á.), sjá mynd. I beinu framhaldi af ganginum eru dyr í gegnum bakvegg hússins inn í helli. Er hann lágur fremst, en manngengur að heita má, þegar inn er komið, hann er óreglulega lagaður, mesta vídd um 2 m, en lengd frá kofa inn í botn um 3,50 m. Hellirinn mun vera elzta vistarvera á staðnum og á sér ýmis gælunöfn „svo sem Hosíló, Blíðheimur, Aftanköld o. fl“ (J. Á.). Þetta hús er ekki gamalt. Þegar fyrst er vitað, stóð hér lítill kofi með aðeins einum bálki, en árið 1910 var húsið stækkað til muna og sett á það járnþak.19 Á báðum stöfnum kofans eru nú litlir gluggar, en engin eru þar þil. Gluggarnir munu ekki vera gamlir. Bæði húsin eru hlaðin úr hraunsteinum, sem hér eru nógir til, en að utan er byggt úr torf- og grjótlögum til skiptis. Útveggir eru allt að 2 m þykkir. „Nokkra faðma norðaustur frá Tjarnarkoti er hóll með smá- skúta í, sem snýr suðvestur, og tóttarbrot fram af skútanum, og kallast Suðurlandskofi. Þar héldu þeir til á tímabili, sem syðst bjuggu í Landsveit, en nú er því löngu hætt. Rétt austar er smá hólstrýta hol að innan og kallast Geymsla. Þar mun Ampi (Arn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.