Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 4
136
uppruna þess. Grágás hefur verið kölluð lögbók;
þannig var hún kölluð „in forna lögbók íslendinga“
á titilblaði útgáfunnar frá 1829, og Vilhjálmur Finsen
kallaði Konungsbók „Elztu lögbók íslendinga“. En
hvort hún megi rjettilega kallast svo, eru mjög skipt-
ar skoðanir um. í ritgjörð sinni framan við Grágás-
arútgáfuna segir Schlegel, að Grágás hvorki sje lög-
bók. nje rjettarbók, eða með öðrum orðum, að hún sje
hvorki bók, þar sem hinum íslenzku lögum sje safnað
saman, nje bók, þar sem fornar gildandi rjettarreglur,
lög eða rjettarfyrirmæli sje rituð, heldur sje hún safn af
lögum með skýringum við þau; þessar skýringar telur
hann ritaðaraf lögfróðum manni, er verið geti einhver
lögsögumaður eða goði, og hafi hann haft sjer til
stuðnings við skýringarnar dómsúrskurði og skoðanir
ágætra lögfræðinga á vafasömum rjettarreglum1. Kon-
ráð Maurer vill eigi heldur kalla Grágás lögbók. í
ritgjörð sinni rannsakar hann þetta atriði mjög ná-
kvæmlega, og færir miklar ástæður fyrir því, að hún
sje samsett af ýmsu öðru en lögum. Hann er auðvit-
að eigi á skoðun Schlegels, að Grágás sje samin af
einhverjum ágætum lögfræðing, er megi svo að segja
kalla höfund hennar; en hann heldur að hún sje safn
af ýmsum greinum, bæði lagagreinum og öðru, er
meira hafi þurft iðni til að safna, en miklar gáfur og
fróðleik. Almenn landslög telur hann helztu hluta
Grágásar. Kristinna laga þátt og tíundarlög Gissurar
biskups, er sett voru 1096, telur hann lög, er setthafi
verið af löggjafarvaldinu; en hina þættina telur hann
yfir höfuð þannig fram komna, að lögsögumaður og
ýmsir aðrir lögfræðingar hafi safnað lögunum saman,
en auk þess hafi þeir tekið margar siðvenjur með;
1) Grágáa 1829 bls. LXIV-LXV, CXLVIH, og Nord. Tidskr.
f. Oldk. I. bls. 133.