Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 9
141
missti Grímur þá. mestallar bækur sínar í brununum
og þar á meðal nálega allt það, sem hann hafði ritað
útgáfunni til undirbúnings.
þ>essi tilraun var nú orðin árangurslaus, og leið
nú langur timi. Loks tók Arna Magnússonar nefndin
málið að sjer, og kom mikil útgáfa af Grágás í 2
bindum 1829. („Hin forna lögbók íslendinga, er nefn-
ist Grágás. Codex juris Islandorum antiquissimus, qui
nominatur Grágás. Ex duobus manuscriptis pergamen-
is (quæ sola supersunt) bibliothecæ regiæ et legati
Arna-Magnæani nunc primum editus. Cum interpret-
atione latina, lectionibus variis, indicibus vocum et
rerum p. p. Præmissa commentatione historica et cri-
tica de hujus juris origine et indole p. p. ab I. F. G.
Schlegel conscripta. Havniæ. Sumptibus legati Arna-
Magnæani, Typis H. H. Thiele i82q I—II.“ 4 to). Að
öllum ytra frágangi var útgáfan hin vandaðasta. þ>órð-
ur Sveinbjörnsson, er síðar varð háyfirdómari í lands-
yfirrjettinum, bjó textann undir prentun, ritaði latneska
þýðingu, orðasafn og registur. porgeir Guðmundsson
prestur, Finnur Magnússon prófessor og Byrgir Thorla-
cius prófessor lásu prófarkirnar. Lögfræðingurinn
Schlegel ritaði mikla ritgjörð á latínu framan við út-
gáfuna. Enn fremur ritaði Finnur Magnússon um nafn-
ið Grágás, þórður Sveinbjörnsson um handritin, og að
endingu fylgdu útgáfunni góð sýnishorn af hand-
ritunum.
Nú var mikið fengið. Grímur Thorkelín hafði
gefið út Kristinn rjett, og í útgáfunni frá 1829 var allt
annað prentað, sem er í hinum beztu handritum af
Grágás. Nú gátu menn því farið að kynna sjer hin fornu
lög, þó eigi hefðu þeir tækifæri til þess að rannsaka
handritin á bókasöfnunum, enda fóru ýmsir lögfræðingar
að leggja stund á Grágás og rita um hana. En þrátt
fyrir þetta voru menn næsta óánægðir með þessar út-