Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 12
144
hann hefur ritað þar við: desiderantur bina folia (tvö
blöð vanta). Eins og auðvitað er, hefur Konungsbók
verið skrifuð á íslandi, og hafa tveir menn, báðir góð-
ir skrifarar, ritað hana. Annar hefur skrifað 13 fyrstu
blöðin, allan Kristinna laga þátt og svo sem fimmta
hlutann framan af J>ingskapaþætti; hinn hefur ritað
allt hitt. Konungsbók hefur fleiri þætti en nokkuð
annað handrit af Grágás, og skulu þeir hjer
nefndir.
1. Kristinna laga þáttur; hann byrjar svo: „í>at
er upphaf laga várra, at allir menn skulu
kristnir vera á landi hér, ok trúa á einn guð föð-
ur ok son ok helgan anda1 ll‘; en endar svo:
„Svá settu þeir Ketill biskup og þ>orlákr bisk-
up at ráði Ozurar erkibiskups ok Sæmundar ok
margra kennimanna annarra Kristinna laga þátt,
sem nú var tfnt ok upp sagt“ (1.—i;.kap.). |>átt-
ur þessi er um skfrnir, greptranir, kirkjur, bisk-
upa, presta, hátíðir, föstur, o. s. frv. Enn fremur
er sem viðbót við hann 18. kap. sem ber yfir-
skriptina: „nýmæli kvánfang manna“ og 19.
kap. með yfirskriptinni: „missiristal“. (1.—18. bls.
í skinnbókinni).
2. f>ingskapa þáttur (20.—85. kap.), er byrjar svo:
„þ>at er mælt í lögum várum, at vér skulum IIII
eiga fjórðungsdóma“. Er hann um dóma, málfærslu,
þing o. s. frv. (18.—60. bls.).
3. Vígslóði (86.—111. kap.). Yfirskript yfir honum er
svo: „Hér hefr upp vfg slóða“. Og upphafið þann-
ifí: »Þat er mælt þar er menn finnast á förnum
1) Jeg get þess, að jeg breyti dálítið bæði hjer og annarsstað-
ar stafsetningunní, til þess að lesturinn sje almenningi aðgengi-
legri. Hvernig stafsetningin er í handritinu geta menn sjeð í
útgáfu Vilhjálms Finsens.