Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 70
202
sögur um, og vita, hvort eigi megi ráða neitt af þeim,
hver aðferð hafi verið höfð við lagasetninguna; skulu
þau nefnd í rjettri ára röð, og orðin um þau í sögun-
um til færð, eptir því sem verða má.
Hin fyrstu lög, er sett voru hjer um land allt,
voru Úlfljótslög. Úlfljótur var landnámsmaður og bjó
í Lóni á Austurlandi; hann fór til Noregs og var þar
3 vetur; síðan kom hann út og þá voru lögin gefin;
og voru þau „í flestu sett at því, sem þá voru Gula-
þingslög eða ráð f»orleifs hins spaka Hörðakárasonar
voru til, hvar við skyldi auka eða af nema eða annan
veg setja"1. þ>orleifur hinn spaki var móðurbróðir
Úlfljóts, og hafa þeir Úlfljótur eptir þessu samið laga-
frumvörp, ef svo má kalla, og hafa Úlfljótslög svo í
flestu verið lik þeim. Annars hafa menn mjög
óljósar sagnir um þetta. í Landnámu2 og þætti þ>or-
steins uxafóts3 eru til færð atriði úr Úlfljótslögum; segir
þar, að það hafi verið upphaf hinna heiðnu laga, að
menn skyldu eigi hafa höfuðskip í hafi; en ef þeir hetðu
þau, þá skyldu þeir af taka höfuðin, áður þeir kæmu
í landsýn, og sigla eigi að landi með gapandi höfðum
og gínandi trjónum, svo að landvættir fælist við. í
hverju höfuðhofi átti baugur tvíeyringur4 eða meiri að
liggja á stalla; baug þennan átti hver goði að hafa á
hendi sjer, er hann kæmi á þing, er hann skyldi sjálf-
ur heyja, og skyldi hann rjóða bauginn í blóði af
nauti, er hann bléti sjálfur, áður hann færi að heyja
þingið. f>eir, er lögskil áttu af hendi að leysa að
dómi, áttu að vinna eið að baug þessum, og nefna 2
eða fleiri votta. Eiðurinn hljóðaði svo: „Nefni ek i
1) íslendingabók kap. 2.
2) Landn. IV. kap. 7. bls. 257—259 og bls. 334—335.
3) I’ornm. s. III. bls. 105—106.
4) eyrir var '/« úr mörk eða 2 lóð.