Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 120
252
nú) hafi verið tvíhljóffslegrt, og svo að segja milli
pess að mynda tvö atkvæði og eitt atkvæði, t. d. tveir
hafi áður verið: tve'ir, en hafi smámsaman fengið hið
núverandi ei-hljóð, jafnóðum og é sleppti því en færð-
ist yfir í je-hljóðið. Líkt er að segja um au\ það er t. a.
m. ólfklegt, að fornmenn hafi borið fram karlmannsnafn-
ið Kaun eins og orðið kaun (o: sár) er borið fram nú
á tímum. En vjer getum ógjörla gizkað á framburð
fornmanna, þar sem vafi er um hann, og mun víst
ráðlegast, að gjöra það ekki nema þar sem við eitt-
hvað er að styðjast. Enda ríður oss meira á hinu: að
sjá um, að mál vort breytist ekki meira en orðiff er.
Samgöngur annara þjóða við oss eru nú orðnar marg-
falt meiri en fyr var; hefði svo verið, meðan alþýða
öll var ólæs, þá má fullyrða, að fornmál vort væri út-
dautt og annað komið f staðinn. Nú er hjer um bil
hver maður lesandi og skrifandi, og ætti það að geta
vegið upp á móti auknum samgöngum og áhrifum
tímans, ef ekki kemur hirðuleysi til. þ>að munu samt
vera nauðsynleg skilyrði fyrir því, að hinu lifandi máli
sje borgið með þessu, að allir, sem íslenzku rita, fylgi
einni reglu í stafsetningu; — útgáfur fornrita koma
ekki þessu máli við; þeirra rithætti á ekki að breyta,
þó hann sje frábrugðinn; — og að stafsetning íslenzk-
unnar, sem lifandi máls, sje svo sönn, sem verða má;
með öðrum orðum: svo samkvæm sem verða má fram-
burði málsins, eins og það lifir hreinast og næst upp-
runa sínum. fessa hafa forfeður vorir auðsjáanlega
gætt, og þess eigum vjer líka að gæta. Komi menn
sjer ekki niður á því, má búast við, að málið spillist
með tímanum. Gjaldi menn varhuga við slíku.
Br. J.