Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 75
166
svá sæmilegt, sem líklegt þótti um svo mikinn höfð-
ingja sem Arnkell var, þá færðu landstjórnarmenn lög
sín“ 994, og skyldu konur aldrei vera vígsaðilar og
karlmenn eigi, er yngri væru en 16 vetra1. Árið 999
var það lögtekið, að koma til alþingis, er 10 vikur
væru af sumri, en áður höfðu menn komið til þings,
er 9 voru af. Næsta ár var kristni lögtekin mánudag-
inn 24. júní árið 10002. þ>orvaldur víðförli og Friðrik
biskup voru hinir fyrstu, er boðuðu kristna trú hjer á
landi. Sumarið 984 fóru þeir til alþingis, „ok bað
biskup þorvald telja trú fyri mönnum at lögbergi, svá
at hann væri hjá, en forvaldr talaði“; en menn tóku
þeim þar illa og ortu níð um þá3. Um veturinn 999
—1000 voru þeir Hjalti Skeggjason og Gissur hviti i
Noregi, og lofuðu Olafi Tryggvasyni að boða kristna
trú á íslandi. Um vorið fóru þeir til íslands og komu
ijett fyrir þing. J>á voru allmargir þegar orðnir kristnir
og höfðu þeir Gissur allmikinn flokk á alþingi; „gengu
þeir Gissur og Hjalti til lögbergs, ok báru þar upp
erindi sín; en svá er sagt, at þat bæri frá, hve vel
þeir mæltu. En þat görðisk af þvi, at þar nefndi ann-
arr maðr at öðrum vátta, ok sögðusk hvárir úr lögum
við aðra, inir kristnu menn ok inir heiðnu, ok gengu
síðan frá lögbergi“. Kristnir menn tóku sjer lögsögu-
mann, Hall á Síðu, en hann samdi við þorgeir lög-
sögumann, að forgeir skyldi upp segja lögin. Eptir
að forgeir hafði hugsað málið, sendi hann mönnum
orð að „ganga til lögbergis“; hjelt f>orgeir þar hina
snjöllustu ræðu, og lauk svo máli sínu, at hvorirtveggju,
heiðnir menn ok kristnir, „játtu því, at allir skyldi ein
1) Eyrbyggja, kap. 38.
2) Safn til sögu íslands II. bls. 15, og athugasemdir Jóns Sig-
urðssonar við Kristnisögu. Biskupasögur I. bls. 20 og 23.
3) Kristni saga, kap. 4.