Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 56
188
mynd af Ólafi helga; er hann þar, eins og flestir munu
hafa sjeð, með fána og öxi í hægri hendi, og knött í
vinstri, og hefur höggorm undir fótum, og stendur þar
beinlínis fyrir ofan myndina: „Olafur Har. S. Noregs
kongur, hinn helge“.
Vjer höfum sjeð, hversu þessi trú, að Ólafur
hinn helgi hafi sett íslendingum lög, var orðin sterk
um siðabótartímann. En nú er þá eptir að vita, í hvaða
sambandi hún stendur við Grágásarnafnið. Eins og
kunnugt er, þekktu menn mjög lítið fornritin á öld-
inni fyrir siðabótina. Handritin geymdust í klaustrum
og hjá hinum og þessum; sumir hafa auðvitað þekkt
sín handrit, en hvorugir vissu til annara. Eptir siða-
bótina komst breyting á þetta; menn fara að kynna
sjer hin fornu rit. En nú er svo almenningsálitið, að
Ólafur helgi hafi gefið íslendingum lög; menn vita, að
hann hvorki hefur gefið Jónsbók eða Járnsíðu, en þeir
vita eigi deili á handritum hinna fornu laga, og þykir
það sennilegast, að þar sje handrit af lögum Ólafs, er
Magnús sonur hans hafi látið rita; af fornsögunum
hafa þeir sjeð, að Magnús konungur hafði látið rita
lögbók, er kölluð hafi verið Grágás, og ætla þeir nú,
að lagahandritin muni einmitt vera handrit af Grágás
Magnúsar góða1. J>etta sjest ljóslega á orðum manna
um Grágás. Magnús prestur í Laufási segir þannig
um Grágás í Specimen lexici runici: „Antiquus est
Legum Norvegicarum et Islandicarum codex“ (hún er
forn bók með norskum og íslenzkum lögum); og f
handriti einu f safni Árna Magnússonar (M. Steph. 9,
4to), sem ritað erum 1650, standa þessi orð í upphafi:
„Prologus. Grágás hin gamla, fyrstu lög í Noregi, sem
saman lét skrifa Ólafr kgr helgi Haraldsson, sem
fyrir lög í íslandi vóru haldin allt til eptirfylgjandi
-------\____
1) Sjá um þetta Konr. Maurers ritgjörð öraagaas, bls. 104. oflg.