Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 33
165
2. Pappfrshandrit1 í safni Árna Magnússonar (AM.58,
8vo), lítið kver í 12 blaða broti; eru í því ýmsar
smágreinar úr lðgbókum og rjettarbótum, dómar
og margt sögulegs efnis; er prentuð úr því ein smá-
grein, sem svo er: „nýmæli öll skulu 3 sumur til
lögbergis lögð vera, siðan fyrir lög haldast". þetta
kver hafa menn haldið að kynni að vera ritað af
Jóni Jónssyn (lögmanni norðan og vestan 1573—1605),
en bæði er á kverinu önnur hönd en Jóns, og svo
er þar sagt (á 139. blaði) frá dauða hans 1606, og
nefndir lögmennirnir, sem komu eptir 1606, ogsein-
ast getið um, að Jón Sigurðsson (lögmaður norðan
og vestan 1606 —1618) hafi verið settur af lögmanns-
dæmi 1619 (á að vera 1618); er kverið því ritað
um 1620. Sem athugasemd við þessa smágrein
er prentuð önnur smágrein sama efnis í viðbót apt-
ast í útgáfunni á bls. 716, er svo er: „nýmæli öll
skulu 3 sumur tillögbergis lögð vera, og síðan fyrir
lög haldast“; þessi smágrein er í handriti í safni
Árna Magnússonar (A. M. 37, 8vo), þar sem eru
ýmsar smágreinar úr Jónsbók og rjettarbótum, og
þar á meðal þessi grein úr Grágás.
3. Troilsbók2 í háskólabókasafninu í Uppsölum, sem er
gefin því 1795 af Troil erkibiskupi; hún er rituð á
18. öld, og er í henni mikið af dómum, alþingisúr-
skurðum og ýmsar greinar úr Grágás, er koma
heim við Staðarhólsbók, nema grein um ördrag,
sem eigi er í öðrum handritum og sem er prentuð
á bls. 716.
IV. J>á er að endingu viðbætir, og er þar prentað ýmis-
legt eptir ýmsum handritum, er þess hefur þótt vert
að vera gefið út, og eru handritin þessi:
1) Grágás 1883, bls. XLVII—XLVIII.
2) Grágás 1883, bls. XLVIII.