Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 72
204
Um leið og alþingi var sett, var og valinn hinn
fyrsti lögsögumaður, og var það Úlfljótur sjálfur. Jón
Sigurðsson telur hann hafa verið lögsögumann frá 927
—9291. Næstur Úlfljóti var lögsögumaður Rafn Hængs-
son f 20 ár (930—949), þá J>órarinn Ragabróðir í 20
ár (950—969). Á lögsagnarárum J>órarins voru sett
hin merkilegu lög um, að skipta landinu í fjórðunga
og þing, og lögum um vfgsóknir breytt. Svo stóð á,
að Hænsna-J>órir brenndi inni Blundketil, og var með
honum að brennunni J>orvaldur, sonur Tungu-Odds
Onundarsonar, er var einhver hinn rikasti höfðingi i
Borgarfirði. |>órður gellir, Olafs sonur feilans, var höfð-
ingi í Breiðafirði og var sakaraðili; en nú voru þau
lög, að málið átti að sækja við þing það, er næst var
vetvangi eða staðnum þar sem Blundketill var brenndur,
og var það f>ingnesþing eða J>verárþing í Borgarfirði,
þar sem Tungu-Oddur var fyrir. f>órður gellir fór
með flokk manna úr Breiðafirði til þess að sækja mál-
ið, en Oddur var liðfleiri fyrir, og börðust þeir á þing-
inu, og varð það eigi háð að lögum. Síðan fóru sak-
irnar til alþingis, og börðust þeir þá enn; lauk þó svo,
að Hænsna-f>órir var drepinn, og þeir flestir brennu-
menn gerðir sekir. „pá taldi |>órðr gellir tölu um at
lögbergi, hve illa mönnum gegndi, at fara f ókunn
þing at sækja of vfg eða harma sína, ok taldi, hvat
honum varð fyrir, áðr hann mætti því máli til laga
koma, ok kvað ýmissa vandræði mundu verða, ef eigi
réðisk bœtr á“. f>etta varð til þess, að landinu var
skipt í fjórðunga, og skyldu vera 3 þing í fjórðungi
hverjum, nema f Norðlendingafjórðungi voru 4, af því
að menn urðu eigi á annað sáttir; þeir sem vorufyrir
norðan EyjaQörð, vildu eigi sækja þing þangað í fjörð-
1) Safn til sögu ísl. II. bls. 12, og sjá þar áframhaldid um lög-
sögumennina.