Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 61
193
hann, og hinn að baki. Á hverjum palli sitja því fern-
ar tylftir, auk lögsögumanns og biskupa: 48 lögrjettu-
menn á miðpalli, og 96 umráðamenn á hinum pöllun-
um; verða þetta 147 menn1. í lögrjettu sitja því göf-
ugustu menn og vitrustu. Lögrjettumenn á miðpalli
eru nefndir: þeir, „er setur eigu tilfullz“2; höfðu þeir
einir atkvæði með lögsögumanni og biskupum; þeir er
sátu á hinum pöllunum, voru einungis til umráða.
Um vald lögrjettunnar segir svo, að hún ráðilög-
um og lofum. þ>etta er nú orðið að talshætti, og sagt
um þá, sem miklu ráða, að þeir ráði lögum og lofum;
en í Grágás á að skilja orðin eins og þau hljóða.
Lögrjettan gefur lög og undanþágur frá lögum.
f>essar undanþágur geta menn vel heimfært undir
framkvæmdarvaldið, en þær geta og talizt undir lög-
gjafarvaldið, því að menn geta skoðað þær eins
og sjerstök lög (leges speciales), gefin fyrir einstök
atvik. Eins og áður er getið, eru þeir eigi á eitt mál
sáttir, dr. Konráð Maurer og dr. Vilhjálmur Finsen
um það, hvort lögin hafi þurft að verða samþykkt í
einu hljóði eða atkvæðafjöldi hafi ráðið. Til þess að
geta sjeð, hvað rjettast er, þarf hjer að taka upp orðin í
Grágás, sem snerta málið, eins og Vilhjálmur Finsen
hefur gjört3. Svo segir í Lögrjettuþætti4: —
1. f>at er ok, at lögrétta skal út fara drottins
daga báða i þingi ok þinglausnadag ok ávallt þess í
milli, er lögsögumaðr vill eða meiri hlutr manna, ok í
hvert sinn, er menn vilja ryðja lögréttu, þar skulu menn
rétta lög sín ok gera nýmæli, ef vilja. þar skal beiða
mönnum sýknu leyfa allra ok sátta leyfa þeirra allra,
1) Konungsbók I. bls. 211—212.
2) Konungsbók I. bls. 213.
3) Aarböger for nord. Oldkyndighed 1873, bls. 151 o. fl.
4) Konungsbók I. bls. 212—216.
Tímrit hins ísl. Bókmenntafjelags. VI. 13