Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 79
211
teknar með lögum. Á þingi skoraði Gunnlaugur orms-
tunga Skáld-Rafni á hólm. þeir börðust í Oxarár-
hólma. Gunnlaugur skeindist lítt, en við högg Rafns
brotnaði sverð hans; hlupu þá feður þeirra og margir
fleiri menn i milli og skildu þá. „Ok annan dag eptir
í lögréttu var þat í lög sett, at af skyldi taka hólm-
göngur allar þaðan i frá, ok var þat gjört at ráði allra
vitrustu manna, er við voru staddir, en þar voru allir
þeir, er vitrastir voru á landinu111. Á lögsagnarárum
Skapta voru sett lög um víglýsingu, og skyldi vegandi
sjálfur ávallt lýsa vígi á hendur sjer, og var vígið þá
eigi morð'1 2. f>á er lögin um kristni voru sett, var,
eins og áður er ritað, leyft að bera út börn og eta
hrossakjöt. Segir Ari svo, að sú heiðni hafi fám vetr-
um síðar verið af numin, sem önnur3; var þessu breytt
eptir tilmælum Olafs hins helga4.
Eptir Skapta var lögsögumaður Steinn þ>orgests-
son i 3 ár (1031 —1033). Á öðru lögsagnarári hans
1032 var lögtekið, að allir forneskjumenn skyldu vera
útlagir; var þetta sett eptir dráp Grettis5. 1034—1053
var í>orkell Tjörfason lögsögumaður og Gellir Böl-
verksson frá 1054—1062. Á lögsagnarárum Gellisvar
settur biskupsstóll á íslandi (1056), og varð ísleifur
Gissurarson biskup(io5Ó—1080)6. þ>ví næst voru þessir
lögsögumenn: Gunnar hinn spaki (1063—1065), Kol-
beinn Flosason (1066—1071), Gellir Bölverksson annað
sinn (1072—1074), Gunnarhinn spaki annað sinn (1075)
1) Gunnlaugs saga Ormstungu, kap. 11.
2) íslendingabók, kap. 8.
3) íslendingabók, kap. 7.
4) Heimskringla, kap. 56 og 133.
5) Grettis saga, kap. 87.
6) íslendingabók, kap. 9., Kristni saga, kap. 12., Hungurvaka
kap. 2., Biskupa sögur I. bls. 151—152, íslenzkir annálar.
14*