Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 32
164
Magnússonar (AM. 248, 4to) rituð um 1480; i henni
er Jónsbók, ýmsar rjettarbætur og statútur, Kristinn-
rjettur Árna biskups og tíundarlög Gissurar biskups.
10. Pappírshandrit1 2 í safni Árna Magnússonar
(M. Steph. 17, 4to) í 4 blaða broti, ritað á 18. öld með
settletri, og eru þar Kristinna laga þáttur Grágásar
og ýmislegt fleira; er prentuð ein grein úr Kristinna
laga þætti um vopnaburð í kirkju, sem er þar dálítið
frábrugðin öðrum handritum.
II. f>á er prentaður Rekaþáttur eptir J>ingeyrabók!;
er hún allmörg laus skinnblöð í safni Árna Magnús-
sonar (AM. 279, 4to), rituð um 1280 með settletri, og
nú mjög sködduð, með þvi að víða hafa dottið göt á
hana af fúa; í henni er Rekaþáttur Grágásar, sem
svarar til hluta úr Landabrigðisþætti, og ýmsskjölum
reka og rjettindi þingeyraklausturs o. fl. Við útgáf-
una hefur og verið notað eptirrit Árna Magnússonar
(AM. 279 b, 4to).
III. f>ví næst eru ýmsar greinar úr Grágás gefnar út
eptir yngri handritum, og eru þau þessi:
1. Pappirshandrit3 í safni Árna Magnússonar (AM.
125 A, 4to) í grallaraformi, ritað með snarhönd um
1600; i því eru „nokkrar fáar greinir úr þeirri fyrri
lögbók, sem sumir kalla Grágás“; eru þær hjer og
þar úr flestum þáttum Grágásar, ritaðar eptir bók,
sem hefur verið frábrugðin þeim handritum, sem
nú eru kunn, og bera greinarnar með sjer, að þetta
frumrit hefur verið gott og gamalt handrit; enn
fremur eru í þessu handriti ýmsar smágreinir úr
Járnsíðu.
1) Grágás 1883 bls. XLVII.
2) ísl. fornbrjefasafn I. bls. 304—305 og 578—580. Graagaas
bls. 7. Grágás 1883 bls. XLI—XLII.
3) Graagaas bls. 11. Grágás 1883, bls. XLVII.