Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 117
249
ir. Málfræðingar kalla þær „breiðar11, en frumraddirn-
ar „grannar“; ná þau orð tilgangi sínum, að aðgreina
þessa raddflokka, því minnstu varðar, með hvaða orð-
um það er gjört.
Raddaukana má líka setja framan við frumradd-
irnar; en þá renna þeir ekki nærri eins fullkomlega
saman við þær, heldur heyrast eins og aðrar radd-
bindingar; þó svo, að w heyrist því að eins (hjá oss
nú á tímum), að h fari á undan; og raddirnar breytast
alls ekki við pad: sama frumrödd getur myndað tvær
aðalhendingar í vísu, þó raddauki sje framan við í
öðrum staðnum, en ekki öðrum, t. d. „Sigvald' kallar
sveitin /allu; Ragnar sjer að sinn fjell heru; „Veiztu
hvör1 (hwó'r) með hörðum dör hönd af kjöri þarfa“?
„Hvað fhwað'J, sem mundi faðiru o. fl. Og það má
eins setja raddauka framan við auknar raddir, eins og
frumraddir; þannig ritum vjer og berum fram: ja; já;
jœa; joð; jóð; juku; jú; jörð; og þó vjer ritum: ker;
kið; geil; gín, þá berum vjer fram: kjer; kjið; gjeil;
gjín; o. fl. Vjer ritum líka: hver; hvd; hvæsa; hveiti;
hvítt; en berum fram (víða á landinu) hwer; hwá;
hwæsa; hweiti; hwítt; o. s. frv. þetta hefir engin breyt-
andi áhrif á raddirnar. Aðalhendingar eru t. d. „Agn-
ar sd sjer Hárek hjdu. „En hans stöVum skemmdur
bjóru. „Einn í Hvítd iJAwítá)' Ullur r«7a“ . . .; B1 æs
þar og nösum hvæsir (hzutKJÍr)11 o. fl.
Vilji menn nú segja það um nokkra rödd, að
hún sje „breikkuð“ eða aukin, við það, að raddauki sezt
framan við hana, þá hlýtur sama að gilda um þær all-
ar, ef eigi skal verða ósamkvæmni; því hljóta þá
raddir þær, sem áður vóru „breiðar11, að verða við það
tvíbreiðar. En um slika tvíbreikkun getur ekki verið
I) = hver, (Orðið er vanalega borið fram: „hwur“, eða „kvur“).