Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 87
219
meiri hlutinn hefur samþykkt þau, nefna votta að, og
að þá skuli allir gjalda samkvæði á; allir lögrjettu-
menn eiga að samþykkja lögin, og er þetta skylda
þeirra, hvort sem þeir hafa samþykkt þau uppruna-
lega eða greitt atkvæði móti þeim. Lögin eru þá
nýmæli, og skal segja þau upp að lögbergi, enn frem-
ur á vorþingum helguðum eða leiðum. J>á segir enn
í Kristinna laga þætti um nýmæli: „Laus eru öll ný-
mæli, ef eigi verða upp sögð it iij. hvert sumar"1; nú
voru það lög, að lögin öll skyldi segja upp á þrem
árum, og J>ingskapaþátt hvert sumar; ef því nýmæli
eigi var sagt upp á næstu þremur árum, þá var það
numið úr gildi; en spurningin var þá: hve nær verða
nýmælin þá aðlögum eða hve nær geta þau taliztmeð
eldrilögum? Eins og fyr er ritað, hefurVilhjálmur Finsen
alveg nýlega fundið lög um þetta, sem svo eru: „Ný-
mæli öll skulu 3 sumur til lögbergis lögð vera, og
síðan fyrir lög haldast1*2. jpetta má skilja á tvo vegu:
í fyrsta lagi þannig, að nýmælin þurfi að segja
upp þrisvar sinnum að lögbergi, og þá sje þau lög.
Ef nýmælin því heyra til pingskapaþætti, þá verða
þau lög eptir 3 ár; ef þau eru úr öðrum þáttum, þá
verða þau fyrst lög seinna. En orðin má einnig skilja
öðruvísi; það má vel ímynda sjer, að lögin haíi
verið talin „lögð til lögbergis 3 suraur“, ef þau
hafa verið sögð upp að lögbergi á næstu 3 ár-
um, svo að nýmælin hafi ávallt verið talin lög
eptir 3 ár. Á þetta sýnast og orð Eysteins erkibisk-
ups að benda í brjefi hans til J>orláks biskups í Skál-
holti og almennings á íslandi, er hann segist vilja, að
boðorð sfn tækju með íslendingum „eilífa nyt og
gæzlu, en eigi þriggja vetra einna, sem ek spyrr, at
1) Konungsbók I. bls. 37.
2) Grágás 1883, bls. 443 og 716.