Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 132
264
við sig hér hjá oss með geislum síuum, og getur vel verið,
meira að segja, að hún sé alls eigi til nú, heldur löngu
slokknuð, jafnvel fyrir mörg þúsund árum. |>að hefir eigi
sjaldan borið við, að sézt hafa nýjar stjörnur á himninum,
og hafa menn af því margar sögur, jafnvel frá elztu tím-
um; ný stjarna sást t. d. 134 árum f. Kr., og aðrar slíkar
hafa sézt á árunum 945 e. Kr., 1264, 1562, 1604, 1670,
1848, 1866, 1876 o. s. frv.; en allar þær, sem menn hafa
nákvæmar sögur af, hafa smátt og smátt mis3tljós sitt, orðið
daufari og daufari og horfið að lokum gjörsamlega. Hvernig
á slíku stendur, er eigi gott um að segja; hugsast gæti, að
tveir myrkvir hnettir hafi rekizt á; þá hlyti að koma fram
geysi-hiti, svo efnin yrðu logandi; hitt er liklegra, sem
flestir ætla, að þessu sé svo varið, sem hér segir: gömul
stjarna kóluar svo mjög, að á henni myndast skurn af
kólnuðuin steinefnum ; seinna getur eldurinn að innan sprengt
af sér hýðið, og þá verður allt í einu báli um stund, en
kemst þó brátt í samt lag aptur. Stjarna sú, er hér um
ræðir, var þegar farin að blikna nokkuð seinast í septem-
bermánuði. Ljósband hennar er mjög einkennilegt; í það
vantar gjörsamlega fjólulita hlutann, þar sem mest er af
þeim geislum, er hafa kemisk áhrif. þokubletturinn í
Andromeda sést illa með berum augum, en hægt er að
finna hann með vanalegum kíki. I austurlöndum var þoka
þessi snemma kunn, én í Európu athugaði Síraon Maríus
hana fyrstur manna 1612.
Nýlega er búið að reisa stóran og einkennilegan stjörnu-
turn hjá Nizza. A slíkum turnum er hvelfing efst, þar
sem sjónpípan stendur; sjónpípurnar eru allt af að stækka,
og að því skapi vaxa hvelfingarnar, er skýla þeim. Til
þess, að stjörnufræðingar geti skoðað hvern hluta himins-
ins, er vill, verða hvelfingarnar að vera svo gerðar, að þeim
megi snúa í ýmsar áttir. það er enginn hægðarleikur, að
gera slík stórsmíði, sem hægt er að hreyfa eptir vild sinni,