Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 134
266
og hitinn breyttist eptir breiddarstigum o. fl. A elleftu öld
fyrir Krists burð fann kínverskur fræðimaður þá setningu
f stærðafræðinni, sem almennt er kennd við Pythagoras
binn gríska.
Hljóðberar (telefónar) eru allt af að verða algengari,
og er nú húið að leggja slík málþráðanet um flestar borgir.
Nýlega befir Van Bysselberghe í Belgíu fundið það upp,
að senda vanalega hraðfrétt og hljóðberaskeyti með sama
þræðinum undir eins. þetta er mjög mikilsvert, og gerir
fréttaflutninginn allan töluvert ódýrari en ella mundi. Baf-
segulþræðir, sem bera vanalegar hraðfréttir, eru á jörðunni
allri 341,000 mílur á lengd, og hafa kostað 273 milj. krónur,
en til árlegs viðhalds þeim þarf 37 milj. krónur. Ef nú
málþráðanetið þyrfti að verða jafnlangt, eins og rafsegul-
þræðirnir gömlu, eins og menn hafa ætlazt til, þá yrði jafn-
mikill kostnaður að leggja þessa hina nýju þræði, eins
og hina fyrri; en ef hljóðberar, eins og þessi fræðimaður
mælir fyrir, eru sameinaðir öllum rafsegulþráðum á jörðunni,
þá verður kostnaðurinn við þá breytingu að eins 18 milj.
krónur. Með þeim verkfærum, er Bysselberghe hefir fundið
upp, berst mannsröddin (í rafmagnslíki) miklu lengra en
áður varð; með þeim má. t. d. senda málfregnir frá Briissel
til París, sem er meira en 6 þingmannaleiðir. þessi tilfæri
eru og ágætlega löguð til að bera söng og tóna; 2. sept.
1884 voru lagðir »telefón»-þræðir frá sönghöll einni í
Briis8el til Antwerpen (rúma þingmannaleið), og settar
upp vélar þessa fræðimanns, og heyrðist í Antwerpan all-
ur söngur og hljóðfærasláttur, hver nóta glöggt og skýrt.
Kolasýra er lopttegund, sem margir munu þekkja ; þó
lítið só af henni í andrúmsloptinu, þá gætir hennar samt
mjög mikið í náttúrunni; hún streymir úr jörðu sumstaðar
við eldfjöll, er í ölkelduvatni og víðar, myndast við allan