Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 103
35
breiðir sig út yfir stærra svæði, eptir því eigi það
hægra með og sje fljótara bæði að taka móti súrefn-
inu, og eins að sleppa því aptur. fegar skoðað er frá
þessu sjónarmiði, er það eptirtektavert, að blóðkorn-
in eru ekki hnöttótt, heldur flatar kringlur; við þetta
verður yfirborð þeirra stærra, af því, að hnattmyndaður
eða kúlumyndaður líkami er sá líkami, sem innilykur
mest efni f minnstu rúmi, og jafnmikið efni hefir þar
af leiðandi stærra yfirborð í flatri kringlu, heldur en
í kúlumynd. En þar eð vjer vorum áður að reyna að
sýna, hversu ómælanlega lítil blóðkornin væru, þá
kann mörgum að sýnast, að á sama megi standa,
hversu þau sjeu í laginu, og yfir höfuð sje ekki vert,
að taka yfirborð þeirra til athugunar. þ»etta kynni,
ef til vill, að vera rjett, ef ekki væri átt nema að eins
við eitt af þessum litlu blóðkornum; en allt annað
verður ofan á, þegar lfka er tekið tillit til hins mikla
fjölda þeirra, því ef málshátturinn „margt smátt gerir
eitt stórt“, á nokkurstaðar heima, þá er það hjer.
Með nákvæmum mælingum hafa menn geta reiknað
allt yfirborð hinna rauðu blóðkorna, og á þann hátt
hefir fundizt, að allt yfirborð þeirra 4—5 miljónir blóð-
korna, sem geta vel rúmast í einum tituprjónshaus, er
þó samtals ekki nema álíka og einn fimmeyringur.
Verið getur, að sumir hristi höfuðið yfir því, sem hjer
er sagt; því, ef vjer dreifðum blóði þessu á pappírs-
blað, gætum vjer naumast þakið með þvi blett á stærð
við tíeyring, og hvað munu menn þá segja, er þeir
heyra, að allt það blóð, sem er í líkama mannsins,
hjer um bil 5 pottar, geti haft viðlíka mikið yfirborð
og ein vallardagslátta?
Að líkindum halda margir,að þetta hljóti að vera prent-
villa, og mun þeim þykja það mjög ólíklegt; en þó er það