Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 128
260
saka töndin fyrir ve3tan Tanganika; voru þrír vísindamenn
í förinni: Böhm, Kaiser og Beichard : urðu þeir fyrir mestu
harmkvælum, særðust í orustum og þoldu mikla raun af
hungri og sjúkdómum ; dóu þeir Böhm og Kaiser, en Reich-
ard komst undan nær dauða en lífi; er hann nú á heimleið
til þýzkalands.
Nokkru fyrir sunnan miðjarðarbaug eru í Afríku stór-
kostleg fjöll, er heita önnur Kilimandscharo og hin Kenia
nokkru norðar; hafa menn gert sér mikið far um að kynn-
ast þessu merkilega fjalllendi. Enskur náttúrufræðingur
H. H. Johnston að nafni, er nýlega búinn að rannsaka
Kilimandscharo ; var illt að komast upp eptir fjöllum þess-
nm, og Svertingjar, sem fylgdu honum, þoldu eigi kuldann,
þegar kom upp fyrir jökulhvörf, og sneru þar aptur. Sjálf-
ur komst Johnston 16,300 fet upp frá sjávarmáli, og varð
þar frá að hverfa; fjöllin eru 18,800 fet á hæð. þjóðverji
nokkur, von Decken, komst 1862 13,400 fet upp í fjöllin;
hann ætlaði að gera aðra tilraun, en var drepinn á þeirri
ferð. Johnston fann heitar laugar 14,400 fet uppi í fjalli.
Jarðargróður var mjög lítill upp við jökulhvörf, og dýralífið
fremur fáskrúðugt; fílar og vísundar fara 14,000 fet upp eptir
fjöllunum, og eðlur og froskar enn þá lengra. Byggðin nær
að eins 6,000 fet upp á við.
Enskur ferðamaður, Jos. Thomson, hefir gert margar
ágætar uppgötvanir í Austur-Afríku á árunum 1883—84, og
er nú fyrir skömmu kominn heim. þó Thomson sé enn
kornungur maður, þá hefir hann þó áður farið mestu frægð-
arför um Afríku 1879—80; þá rannsakaði hann löndin við
Nyassa og Tanganika og þar fyrir norðan og vestan. A
hinni síðustu ferð sinni skoðaði hann löndin í kringum
Kilimandscharo og þar norður af, allt norður fyrir Victoria
Nyanza. í löndunum fyrir vestan og sunnan Kilimand-
scharo býr þjóð, sem heitir Massai, mjög ill viðureignar og
grimm, og engum ferðamanni öðrum en Thomson hefir tek-
izt að skoða land þeirra. Thomson skoðaði Kenia-fjöllin,
og fann suður af þeim langan fjallgarð, 14,000 feta háan,