Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Blaðsíða 88
220
sumir færi í orð ok ætlun111; því að það væri undar-
legt, að hann skyldi nefna þar 3 vetur, ef nýmæli um
boðorð hans fyrst yrði talin með lögum seinna, eins
og vera mundi í þessu tilfelli, þar sem boðorð hans
varla heyra til fingskapaþætti1 2.
f>ess var áður getið, að nýmæli mætti ef til vill
greina frá þvi, er menn rjetta lög sín; að því er snert-
ir aðferðina við að setja lögin, þá er enginn mismunur
á milli þess, að rjetta lög og gera nýmæli; en það
getur verið mismunur í öðru. Svo segir í Grágás, að
sá, er reyna vill úrskurð lögrjettumanna, skal beiða
þá að greiða lögmál það, sem þrætan er um, „svá
sem héðan frá skal vera“. Af þessu mætti ætla, að
þá er skorið er úr lagadeilu, skyldu hin nýju lög þeg-
ar talin með lögunum, og eigi vera úr gildi, eins og
nýmælin, ef þau eigi væru sögð upp hið 3. sum-
ar; en þetta er ólíklegt að ýmsu leyti; það væri mjög
undarlegt, að gera þennan greinarmun á lögunum, og
mjög hæpið að byggja þetta á orðunum: „svá sem
héðan frá skal vera“; orðin geta að eins verið komin
af því, að þá er ný lög hafa verið sett, þá hafa þau
vanalegast haldið gildi sínu; enda var alls eigi hætt
við, að góðum lögum yrði sleppt af lögsögumanni,
eins og síðar mun verða talað um; enn fremur eru
lík orð hjá Ara fróða um tíundarlög Gissurar biskups;
segir hann, að það hafi verið miklar jarteiknir, hvað
landsmenn hafi verið hlýðnir Gissuri, að hann kom því
fram, að fje var tíundað „ok lög á lögð, at svá skal
vera, meðan ísland er byggt“, hjer eru sömu orðin og
þó vita menn að þetta eru nýmæli3. f>að er og mjög
vafasamt, hvort nokkur ástæða er til þess, að greina
1) ísl. fornbrjefasafn I. bls. 200.
2) tírágás 1883, bls. XIV—XY og 655.
3) íslendingabók kap. 20.